Besti vinurinn fékk ekki að kveðja í hinsta sinn Birgir Olgeirsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2015 17:46 Snorri Sigtryggsson var einungis 31 árs þegar hann lést. Tíkin Embla var honum afar kær. vísir/sigríður „Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“ Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Einn fjölskyldumeðlimur mátti ekki koma með í jarðarförina og kirkjugarðinn. Hún mátti ekki vera hluti af kveðjustundinni. Hvernig útskýrir maður fyrir tíu ára gömlu barni að ein úr fjölskyldunni sé ekki velkomin?“ Þetta segir Sigríður Esther Birgisdóttir sem í gær fylgdi syni sínum til grafar, Snorra Sigtryggsson, ásamt tengdadóttur sinni og barnabarni. Snorri átti tíkina Emblu í sjö ár og var hún honum afar kær. Embla fékk þó ekki að kveðja eiganda sinn í hinsta sinn, vegna reglna Kirkjugarða Reykjavíkurborgar, sem kveða á um að dýr séu ekki leyfileg í kirkjugörðum.Mæðginin Sigríður og Snorri.vísir/sigríður esther„Embla er náttúrulega hluti af fjölskyldunni og af þeirra heimili. Hundar eru stór partur af okkar lífi og Snorri var alinn upp með hundum. Dóttir hans líka og þess vegna er þetta svo rangt. Maður veltir því fyrir sér í hvernig þjóðfélagi maður býr þar sem ekki má beygja svo fáránlegar reglur til að lina þjáningar og sorg svona ungs barns,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún furðar sig á því að hross séu í undantekningatilfellum leyfð í kirkjugörðum. „Þegar svokallaðar heiðursútfarir fara fram þá er í lagi að vera með hesta í garðinum. Svo eru þar auðvitað kettir þannig að maður spyr sig hvort það þurfi ekki að banna fuglum að fljúga yfir kirkjugarðinn líka,“ segir hún. Fordómar í garð hunda á Íslandi séu of algengir. „Ég er hreinlega öskureið innan í mér, að barnabarnið mitt og tengdadóttir þurfi að upplifa þetta óréttlæti gagnvart sér og heimilishundinum. Hundafóbían á Íslandi er orðin alveg yfirgengileg.“
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira