Innlent

Skjálftahrina vestur af Reykjanesi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Reykjanesi.
Frá Reykjanesi. Vísir/GVA
Skjálftahrina hófst um vestur af Reykjanesi um klukkan 21 í kvöld.

Sigþrúður Ármannsdóttir, jarðvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir í samtali við Vísi að nokkuð hafi dregið úr hrinunni en að henni sé þó enn ekki lokið.

Hún segir hrinuna vera um fjóra kílómetra norðvestur af Geirfugladrangi og hafi borist tilkynningar bæði frá íbúum í Keflavík og á Akranesi. Um hundrað skjálftar hafa mælst.

Sigþrúður segir að stærstu skjálftarnir hafi verið um fjögur stig. Starfsmenn Veðurstofunnar munu áfram fylgjast með skjálftunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×