Fótbolti

Kólumbíumenn skoruðu ekki og þurfa að treysta á Brassa í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodriguez tekur við skipunum frá þjálfaranum Jose Pekerman.
James Rodriguez tekur við skipunum frá þjálfaranum Jose Pekerman. Vísir/AFP
Kólumbíumenn náðu ekki að fylgja eftir sigri á Brasilíumönnum í kvöld þegar kólumbíska landsliðið gerði markalaust jafntefli við Perú í lokaleik liðanna í riðlakeppninni.

C-riðillinn í keppninni er ótrúlega jafn en fyrir lokaumferðina voru öll fjögur lið hans með þrjú stig. Stigið sem Perú fékk í kvöld þýðir að liðið verður í versta lagi annað af þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sæti. Perúmenn eru því komnir áfram en sömu sögu er ekki að segja af liði Kólumbíu.

Kólumbíumenn eiga enn á hættu að sitja eftir í riðlinum en það munu þeir gera ef Brasilía og Venesúela gera  markalaust jafntefli í kvöld.

Kólumbía og Venesúela yrðu þá nákvæmlega jöfn en Venesúelamenn færu áfram á sigri liðsins í innbyrðisleik liðanna í fyrstu umferð.

Brasilíumenn nægir jafntefli á móti Venesúela seinna í kvöld en vinni Venesúela leikinn þá eru Brasilíumenn úr leik á mótinu.

Radamel Falcao var í byrjunarliðinu þriðja leikinn í röð en tókst ekki að skora ekki frekar en í hinum tveimur leikjum sínum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×