Innlent

Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda í fyrramálið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum að undanförnu.
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum að undanförnu. Vísir/Ernir
Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins klukkan 9 í fyrramálið. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, er ekki bjartsýnn á að neitt nýtt komi fram en hann telur lagaskyldu ríkissáttasemjara um að boða fund á tveggja vikna fresti ástæðuna fyrir því að nú hafi loks verið boðað til hans.

„Eftir að þessi lög voru samþykkt og að forsendur gerðardóms eru þær sem þær eru að þá er náttúrulega erfitt að komast að annarri niðurstöðu en er búið að bjóða okkur. Ég tel að það sé lítill hvati fyrir ríkið að semja við okkur eins og staðan er.”

Lögbann var sett á verkfall hjúkrunarfræðinga nú í júní en þetta er fyrsti fundurinn milli samninganefndanna sem boðað hefur verið til síðan þá. Mikil óánægja var meðal hjúkrunarfræðinga vegna lagasetningarinnar og fjölmenn mótmæli voru haldin á meðan á þingfundi stóð.

„Fólk er ennþá ósátt. Nú sér maður í fjölmiðlum að hátt í 200 hjúkrunarfræðingar eru búnir að segja upp störfum.”

Ólafur segist ekki mega til þess hugsa hvert ástandið verður ef þessir hjúkrunarfræðingar ákveða að lokum að hverfa frá störfum. „Við megum ekki missa einn einasta hjúkrunarfræðing. Okkur hefur þegar gengið illa að manna stöður hjúkrunarfræðinga þannig að þetta ofan á fyrirséða mannfæð í hjúkrunarstörfum í framtíðinni er ekki mjög gott.”


Tengdar fréttir

Táknræn svört slaufa á útskriftarnemum

Sjötíu hjúkrunarfræðingar sem útskrifuðust við hátíðlega athöfn Háskóla Íslands í dag í Laugardalshöll báru svarta slaufu sem þeir segja að tákni endalok launamunar kynjanna.

Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH

Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×