Innlent

Óhjákvæmilegt var að setja lög á verkfallið – hjúkrunarfræðingur segist niðurlægð

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Haraldur Briem aðstoðarlandlæknir segir að óhjákvæmilegt hafi verið að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga en ástandið hafi verið orðið alvarlegt. Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur í Keflavík segist vera dauðþreytt, henni finnist hún niðurlægð og sé nóg boðið eftir að meirihluti Alþingis samþykkti lögin.

Hún sagði upp í störfum í gær ásamt fimmtungi allra hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þórunn Benediktsdóttir hjúkrunarforstjóri segir að þjónustustigið muni lækka á Suðurnesjum öllum vegna uppsagnanna og aðgerðaráætlun almannavarna vegna flugstöðvarinnar, fári nánast á hliðina,

Vitað er um eitthundrað tuttugu og fimm hjúkrunarfræðinga sem hafa sagt upp á Landsspítalanum. Þeir eru taldir vera fleiri enda skiluðu margar inn uppsögnum í gær á kvennafrídaginn. Enn er verið að meta afleiðingar verkfallsins. Landlæknisembættið mun einnig fara yfir áhrif uppsagnanna og meta áhættuna þeim samfara.

Haraldur Briem segist þó ekki telja áhrif nokkur hundruð uppsagna, vega jafn þungt og þegar á þriðja þúsund hjúkrunarfræðingar hafi verið í verkfalli. Hann segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun að stöðva verkfallið enda hafi ástandið verið mjög alvarlegt. Enn sé hægt að semja um lausn deilunnar.

Frétt Stöðvar 2 ásamt viðtölum við Harald og Guðnýju má nálgast í spilaraum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×