Ólga í Hafnarfirði: „Frekjupólitík af verstu sort“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 17:49 Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Vísir „Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00