Ólga í Hafnarfirði: „Frekjupólitík af verstu sort“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 17:49 Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Vísir „Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“ Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Mælirinn er fullur,“ segir Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem sakar meirihlutann um ólýðræðisleg vinnubrögð. Fundarboð barst bæjarfulltrúum seint á föstudag og boðað til aukafundar í bæjarstjórn næstkomandi mánudag. Fundarefnið er breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Fundarboðið sendi Guðlaug Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar. Gunnar Axel segir vinnubrögðin ólýðræðisleg og einkennast af valdníðslu. „Snýr kannski fyrst og fremst af þeirri framkomu og því virðingarleysi sem við upplifum sem bæjarfulltrúar og við upplifum að fulltrúar meirihlutans sýni okkur sem kjörnum fulltrúum og okkar hlutverki og líka gagnvart þeim leikreglum sem okkur eru settar og okkur ber að fara eftir svo hægt sé að tala um raunverulegt lýðræði. Við erum að upplifa pólitík sem stundum er kölluð frekjupólitík af verstu sort. Því miður er þannig komið fyrir samskiptum og fyrirkomulagi mála í Hafnarfirði að Það eru einu orðin sem ég á yfir það.“ Hann tekur fram að engar stjórnkerfisbreytingar hafi verið ræddar í bæjarráði. Engar tillögur að breytingum hafi verið til meðferðar. „Við höfum auðvitað okkar nefndakerfi og okkar lýðræðislega fyrirkomulag. Það er eðlilegt að allar tillögur fari í gegnum eðlilega málsmeðferð, fái þar umfjöllun áður það kemur til fullnaðarákvörðunar í bæjarstjórn. Það bara það stjórnkerfi sem við búum við eins og önnur sveitarfélög. Þannig að það kom okkur á óvart að hér ætti að leggja fram tillögur næsta mánudag, svo til fyrirvaralaust án þess að þær hafi fengið efnislega meðferð.“ Bæjarfulltrúar ræða það að leggja fram kæru til innanríkisráðuneytis vegna vinnubragða meirihlutans. „Það eru mörg atriði í síðasta bæjarstjórnarfundi sem að ég held að þurfi skoðun og Ég geri ráð fyrir að þau verði kærð til innanríkisráðuneytisins. Bæði boðun fundarins, stjórn hans og einstaka ákvarðanir sem orka vægast sagt tvímælis. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði tekur fyrir að vinnubrögðin séu ólýðræðisleg. „Ef að málið snýst um af hverju við erum að boða aukafund í bæjarstjórn þá finnst mér einmitt lýðræðislegt að kalla saman ellefu manna fullskipaða bæjarstjórn til að taka ákvörðun sem þessa og það í kjölfar umræðu á opnum bæjarstjórnarfundi, heldur en einmitt að taka ákvörðun sem lýtur að þessum breytingum á lokuðum bæjarráðsfundi.“
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Stjórnskipulaginu umturnað Bæjarstjórn á aukafund fimm dögum eftir að hún fór í sumarfrí 27. júní 2015 07:00