Innlent

Stjórnskipulaginu umturnað

Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er erfið og hefur úttekt verið unnin um rekstur þess.
Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er erfið og hefur úttekt verið unnin um rekstur þess. Fréttablaðið/Daníel
Aukafundur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mun verða haldinn á mánudaginn þar sem ræða á breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. Forsvarsmenn minnihlutans í bæjarstjórn telja það skrítna stöðu því síðastliðinn miðvikudag hafi bæjarstjórn farið í tveggja mánaða sumarfrí.

Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tilkynnti bæjarfulltrúum það í gær að til stæði að senda út formlegt fundarboð við fyrsta tækifæri.





Guðlaug Kristjánsdóttir Forseti bæjarstjórnar Fréttablaðið/GVA
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs, sagðist ekkert hafa um málið að segja því ekki væri formlega búið að boða til þessa aukabæjarstjórnarfundar. 

Formlegt fundarboð var sent út í gærkvöld og eitt mál á dagskrá. Úttekt hefur staðið yfir á rekstri sveitarfélagsins og fyrirtækja innan þess. Í kjölfar hennar verði tekin ákvörðun um hagræðingu í rekstri bæjarins.





Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir fundarefnið undarlegt. „Engar stjórnkerfisbreytingar hafa verið ræddar í bæjarráði, sem þó fer með formlegt umboð til meðferðar mála sem snerta stjórnkerfi og fjármál sveitarfélagsins.

Engar tillögur að breytingum hafa verið þar til meðferðar,“ segir Gunnar Axel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×