Innlent

Skaðabótakröfur þrefaldast vegna slæms ástands gatna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Það sem af er þessu ári eru skaðabótakröfur orðnar 71.
Það sem af er þessu ári eru skaðabótakröfur orðnar 71.
Skaðabótakröfur vegna slæms ástands vega innan borgarmarkanna hafa þrefaldast frá síðasta ári. Í fyrra voru gerðar 24 skaðabótakröfur í ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar en það sem af er þessu ári eru þær orðnar 71. Þetta kemur fram í svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Eitt tryggingafélag svaraði þó ekki fyrirspurn Dags og þykir borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokks það miður. Þá segir að sameiginlegt höfuðmál tryggingafélaga og sveitarfélaga hljóti að vera að auka umferðaröryggi, hvar sem að því verði við komið. Samstarf félaganna við höfuðborgina sé stór þáttur í að ná því markmiði, enda geti aðgerðir Reykjavíkurbogar í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum haft veruleg áhrif á bótagreiðslur tryggingafélaga.

Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur í vegum eru að finna víða um borgina. Vegum hefur ekki verið viðhaldið í um sex ár, eða frá því eftir hrun. Ódýrari efni hafa verið notuð til að fylla í hjólför og viðhalda slitlagi og hefur Bílgreinasamband Íslands skorað á stjórnvöld að bæta úr ástandinu.

Í mars síðastliðnum ákvað Reykjavíkurborg að setja 150 milljónir aukalega í lagfæringar á götum. Er því áætlað að verja um 690 milljónum til malbiksframkvæmda í Reykjavík, 250 milljónum meira en á síðasta ári. 


Tengdar fréttir

Göturnar grotna niður

Skortur hefur verið á viðhaldi gatna og djúpar holur og raufir eru að finna víða um borgina. Ljósmyndarar Fréttablaðsins mynduðu nokkur slæm tilfelli í Reykjavík í gær. Reykjavíkurborg ráðstafar 130 milljónum króna í malbiksviðgerðir í ár.

Niðurnítt gatnakerfi sagt vera dauðagildra

Holóttar og illa hreinsaðar götur eru bifhjólafólki verulegt áhyggjuefni. Holóttar götur geta verið dauðagildra, segir formaður Sniglanna sem kallar eftir umbótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×