Niðurnítt gatnakerfi sagt vera dauðagildra Svavar Hávarðsson skrifar 8. maí 2015 14:30 Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Sniglanna, varar við því að menn kasti til höndum við viðhald gatnakerfisins. „Þetta er vissulega leiðigjarnt og veldur bílaeigendum tjóni en fyrir okkur er þetta orðið spurning um líf eða dauða að lenda illa í einhverri holunni. Þetta er okkur þess vegna verulegt áhyggjuefni,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, um afleitt ástand gatnakerfisins sem mikið hefur verið til umræðu síðustu misseri. Öryggismál bifhjólamanna voru rædd á árlegum fundi bifhjólafólks og Samgöngustofu nýlega. Þar voru öryggismál rædd almennt en sérstakar áhyggjur af ástandi vega, bæði innan- og utanbæjar, komu þar skýrt fram. Hrönn segir að bifhjólafólk geti tekið undir allt sem sagt hefur verið um ástandið, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Hrönn hefur sérstaklega á orði að allstór hópur sem ferðast um á litlum bifhjólum eða vespum er ungur að árum og með litla reynslu. En fleira kemur til. „Það er líka mikið af lausu efni á götunum; sandur og möl,“ segir Hrönn. Hún hvetur til þess að ríki og sveitarfélög sem þurfa að sanda mikið yfir veturinn bregðist fljótt við þegar aðstæður gefa færi á hreinsunarstörfum eftir veturinn. Skilaboð hennar til þeirra sem ábyrgðina bera eru að spara ekki til þessara hluta, því þegar upp sé staðið geti það reynst allt of dýrt að kasta til höndum. „Sem hefur verið gert allt of lengi,“ segir Hrönn.40 prósent líkur eru á að óhapp á þungu bifhjóli þýði alvarlegar afleiðingar fyrir ökumann þess.Vísir/GettyEinar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu, sem sjálfur hefur reynslu af vegakerfinu á bifhjóli, man ekki eftir ástandinu eins slæmu og tekur undir með Hrönn að hættan sem búin er hjólandi fólki þessa dagana sé veruleg. Á fundinum var farið yfir slysatölfræði þungra bifhjóla fyrir árið 2014 þar sem kom fram að fjöldi slasaðra og látinna eykst lítillega milli ára. „Góðu fréttirnar eru að í fyrra varð ekkert banaslys en vondu fréttirnar eru að fjöldi alvarlega slasaðra eykst,“ segir Einar en tekur fram að erfitt sé að greina hvað liggur að baki. Mun fleiri hjól séu skráð á númerum núna samanborið við fyrri tímabil sem slysatölfræðin nær yfir. „Líkurnar á að slys verði alvarlegt eru mjög miklar ef ökumaður er á þungu bifhjóli og því skiptir mjög miklu að aðstæður séu eins góðar og kostur er. Ef bifhjólamaður á þungu bifhjóli lendir í óhappi eru líkurnar á að afleiðingarnar verði alvarlegar um 40 prósent, borið saman við um 10 prósent verandi á bifreið,“ segir Einar. Tengdar fréttir Götur borgarinnar gleðja bílrúðusala Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. 13. mars 2015 19:38 Um 240 milljónir til viðbótar í malbik Áætlað er að kostnaðurinn vegna malbikunarframkvæmda í Reykjavík í ár nemi 690 milljónum króna. Ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiksins, segir Bergþóra Kristinsdóttir verkfræðingur. Loka þarf götum í nokkra daga ef steypt er. 13. apríl 2015 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
„Þetta er vissulega leiðigjarnt og veldur bílaeigendum tjóni en fyrir okkur er þetta orðið spurning um líf eða dauða að lenda illa í einhverri holunni. Þetta er okkur þess vegna verulegt áhyggjuefni,“ segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, formaður Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglanna, um afleitt ástand gatnakerfisins sem mikið hefur verið til umræðu síðustu misseri. Öryggismál bifhjólamanna voru rædd á árlegum fundi bifhjólafólks og Samgöngustofu nýlega. Þar voru öryggismál rædd almennt en sérstakar áhyggjur af ástandi vega, bæði innan- og utanbæjar, komu þar skýrt fram. Hrönn segir að bifhjólafólk geti tekið undir allt sem sagt hefur verið um ástandið, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Hrönn hefur sérstaklega á orði að allstór hópur sem ferðast um á litlum bifhjólum eða vespum er ungur að árum og með litla reynslu. En fleira kemur til. „Það er líka mikið af lausu efni á götunum; sandur og möl,“ segir Hrönn. Hún hvetur til þess að ríki og sveitarfélög sem þurfa að sanda mikið yfir veturinn bregðist fljótt við þegar aðstæður gefa færi á hreinsunarstörfum eftir veturinn. Skilaboð hennar til þeirra sem ábyrgðina bera eru að spara ekki til þessara hluta, því þegar upp sé staðið geti það reynst allt of dýrt að kasta til höndum. „Sem hefur verið gert allt of lengi,“ segir Hrönn.40 prósent líkur eru á að óhapp á þungu bifhjóli þýði alvarlegar afleiðingar fyrir ökumann þess.Vísir/GettyEinar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu, sem sjálfur hefur reynslu af vegakerfinu á bifhjóli, man ekki eftir ástandinu eins slæmu og tekur undir með Hrönn að hættan sem búin er hjólandi fólki þessa dagana sé veruleg. Á fundinum var farið yfir slysatölfræði þungra bifhjóla fyrir árið 2014 þar sem kom fram að fjöldi slasaðra og látinna eykst lítillega milli ára. „Góðu fréttirnar eru að í fyrra varð ekkert banaslys en vondu fréttirnar eru að fjöldi alvarlega slasaðra eykst,“ segir Einar en tekur fram að erfitt sé að greina hvað liggur að baki. Mun fleiri hjól séu skráð á númerum núna samanborið við fyrri tímabil sem slysatölfræðin nær yfir. „Líkurnar á að slys verði alvarlegt eru mjög miklar ef ökumaður er á þungu bifhjóli og því skiptir mjög miklu að aðstæður séu eins góðar og kostur er. Ef bifhjólamaður á þungu bifhjóli lendir í óhappi eru líkurnar á að afleiðingarnar verði alvarlegar um 40 prósent, borið saman við um 10 prósent verandi á bifreið,“ segir Einar.
Tengdar fréttir Götur borgarinnar gleðja bílrúðusala Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. 13. mars 2015 19:38 Um 240 milljónir til viðbótar í malbik Áætlað er að kostnaðurinn vegna malbikunarframkvæmda í Reykjavík í ár nemi 690 milljónum króna. Ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiksins, segir Bergþóra Kristinsdóttir verkfræðingur. Loka þarf götum í nokkra daga ef steypt er. 13. apríl 2015 07:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Götur borgarinnar gleðja bílrúðusala Bílrúðubrot í borginni eru helmingi meiri nú en á sama tíma í fyrra. 13. mars 2015 19:38
Um 240 milljónir til viðbótar í malbik Áætlað er að kostnaðurinn vegna malbikunarframkvæmda í Reykjavík í ár nemi 690 milljónum króna. Ekkert gefið eftir varðandi gæði malbiksins, segir Bergþóra Kristinsdóttir verkfræðingur. Loka þarf götum í nokkra daga ef steypt er. 13. apríl 2015 07:00