Sport

Fjórði sigur Lorenzo í röð

Lorenzo, Rossi og Pedroso böðuðu sig í kampavíni á verðlaunapallinum eins og venja er.
Lorenzo, Rossi og Pedroso böðuðu sig í kampavíni á verðlaunapallinum eins og venja er. vísir/afp
Jorge Lorenzo á Yamaha fór með sigur af hólmi í MotoGP kappakstrinum á Spáni sem lauk fyrir skemmstu. Lorenzo er nú aðeins einu stigi á eftir liðsfélaga sínum Valentino Rossi í keppni ökumanna.

Lorenzo leiddi frá upphafi til enda en þetta var fjórði sigur hans í röð. Aðstæður voru að mörgu leiti erfiðar en brautarhitinn fór upp í 50 stig á tímabili.

Ríkjandi heimsmeistari, Marc Marquez á Honda, veitti Lorenzo harða keppni í upphafi en lenti í árekstri á þriðja hring. Valentino Rossi náði ekki að ógna Lorenzo að neinu viti og varð því að sætta sig við annað sætið í keppninni. Þriðji var Dani Pedroso á Honda.

Staða efstu manna er því þannig:

1. Valentino Rossi (Yamaha)    138 stig

2. Jorge Lorenzo (Yamaha)    137 stig

3. Andrea Iannone (Ducati)    94 stig

4. Andrea Dovizioso (Ducati)    83 stig

5. Marc Marquez (Honda)        69 stig

6. Bradley Smith (Yamaha)    68 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×