Lífið

Jóhanna Guðrún á von á stúlku: „Við erum bæði mjög spennt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún og Davíð eiga von á stúlku.
Jóhanna Guðrún og Davíð eiga von á stúlku.

„Þetta er allt rosalega nýtt fyrir okkur og við erum bæði mjög spennt,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún á von á stúlkubarni ásamt Davíð Sigurgeirssyni næsta vetur.

Jóhanna segir að parið hafi farið í tuttugu vikna sónar í gær og þá hafi komið í ljós að um stúlku væri að ræða.

„Við höfum verið að bíða með að segja frá þessu,“ segir Jóhanna. En er lítil söngkona á leiðinni í heiminn? „Já, ætli það ekki,“ segir Jóhanna og hlær.

Jóhanna Guðrún er fyrir löngu orðin þjóðþekkt söngkonan en hún hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009. Hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var lítil stúlka. Nú gæti verið á leiðinni önnur barnastjarna í heiminn.

„Við erum bæði mjög spennt fyrir þessu. Við erum bæði yngsta systkinið í hópnum og höfum ekki einhvernvegin mikla reynslu í þessum málum. Þetta er bara nýtt ævintýri fyrir okkur og vitum ekkert hvernig þetta verður.“

„Nýtt ævintýri mun hefjast hjá okkur David Sigurgeirsson í október því þá munum við eignast litla Prinsessu. Við erum ótrúlega hamingjusöm og þakklát fyrir þetta litla líf og hlökkum til að hitta hana í haust,“ segir Jóhanna á Facebook.

Nýtt ævintýri mun hefjast hjá okkur David Sigurgeirsson í október því þá munum við eignast litla Prinsessu. Við erum ótr...

Posted by Jóhanna Guðrún Jónsdóttir on 2. júní 2015


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.