Útkallið í Hlíðarhjalla: Gefa ekki upp hvar eigandi íbúðarinnar er staddur Bjarki Ármannsson skrifar 3. júní 2015 12:58 Frá vettvangi í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla vill ekki gefa upp hvar eigandi íbúðarinnar í Hlíðarhjalla, sem setið var um í sex klukkustundir í gær, er niðurkominn. Það er áfram til rannsóknar hvort hvellirnir sem heyrðust í kringum íbúðina í gær hafi verið skothvellir eða eitthvað annað, og þá hvað. „Við erum ekki með mikið af gögnum sem við getum stuðst við,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, stöðvarstjóri lögreglu í Kópavogi og Breiðholti. „Það er náttúrulega ýmislegt sem framkallar hvell. En fólkið telur sig hafa heyrt skothvell og ég ætla ekki að halda öðru fram þar til ég get sannað það.“Náðist í manninn áður en farið var inn í íbúðina Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um að skoti hefði verið hleypt af í íbúðinni í gær en íbúðin reyndist mannlaus. Lögregla hafði mætt á vettvang degi áður vegna þess að íbúar fjölbýlishússins höfðu fundið högl í garði hússins og girðingin ber þess merki að það hafi verið skotið á hana með haglabyssu. „Þá kemur líka í ljós að talið er að eigandi íbúðarinnar sé mögulega ekki heima hjá sér og hafi ekki verið,“ segir Ásgeir. „Það tók tíma að finna út hvar hann væri og að ná í hann til að ræða við hann.“Það náðist ekki í manninn fyrr en liðið var á umsátrið í gærkvöldi. Þá gat hann sagt lögreglu að hann væri ekki í íbúðinni og gaf þeim leyfi til að fara þangað inn. Þar var enginn en lögregla lagði þar hald á haglabyssu.Höglin í garðinum rannsökuð sem sérstakt mál Ásgeir segir manninn ekki í haldi lögreglu en að lögregla viti nákvæmlega hvar hann er. Hann gefur ekkert upp um það hvort maðurinn sé erlendis eða á landinu. „Það er bara hans einkamál hvar hann er,“ segir Ásgeir. Eigandi íbúðarinnar er augljóslega ekki grunaður um að hafa hleypt af skotunum, ef einhver voru, í gær. Það er þó ekki útilokað, miðað við það að höglin sem fundust í garðinum gætu verið nokkurra vikna gömul, að hann hafi hleypt af þeim skotum. Þau skot eru rannsökuð sem sérstakt mál. Ásgeir vill ekki gefa upp hvort maðurinn sé grunaður um þann verknað en staðfestir þó að haglabyssan sem fannst í íbúðinni sé í eigu mannsins. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Eigandi íbúðarinnar sem setið var um í gær ekki verið heima að undanförnu. Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu á svæðinu í gær. 3. júní 2015 11:00 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Lögregla vill ekki gefa upp hvar eigandi íbúðarinnar í Hlíðarhjalla, sem setið var um í sex klukkustundir í gær, er niðurkominn. Það er áfram til rannsóknar hvort hvellirnir sem heyrðust í kringum íbúðina í gær hafi verið skothvellir eða eitthvað annað, og þá hvað. „Við erum ekki með mikið af gögnum sem við getum stuðst við,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, stöðvarstjóri lögreglu í Kópavogi og Breiðholti. „Það er náttúrulega ýmislegt sem framkallar hvell. En fólkið telur sig hafa heyrt skothvell og ég ætla ekki að halda öðru fram þar til ég get sannað það.“Náðist í manninn áður en farið var inn í íbúðina Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um að skoti hefði verið hleypt af í íbúðinni í gær en íbúðin reyndist mannlaus. Lögregla hafði mætt á vettvang degi áður vegna þess að íbúar fjölbýlishússins höfðu fundið högl í garði hússins og girðingin ber þess merki að það hafi verið skotið á hana með haglabyssu. „Þá kemur líka í ljós að talið er að eigandi íbúðarinnar sé mögulega ekki heima hjá sér og hafi ekki verið,“ segir Ásgeir. „Það tók tíma að finna út hvar hann væri og að ná í hann til að ræða við hann.“Það náðist ekki í manninn fyrr en liðið var á umsátrið í gærkvöldi. Þá gat hann sagt lögreglu að hann væri ekki í íbúðinni og gaf þeim leyfi til að fara þangað inn. Þar var enginn en lögregla lagði þar hald á haglabyssu.Höglin í garðinum rannsökuð sem sérstakt mál Ásgeir segir manninn ekki í haldi lögreglu en að lögregla viti nákvæmlega hvar hann er. Hann gefur ekkert upp um það hvort maðurinn sé erlendis eða á landinu. „Það er bara hans einkamál hvar hann er,“ segir Ásgeir. Eigandi íbúðarinnar er augljóslega ekki grunaður um að hafa hleypt af skotunum, ef einhver voru, í gær. Það er þó ekki útilokað, miðað við það að höglin sem fundust í garðinum gætu verið nokkurra vikna gömul, að hann hafi hleypt af þeim skotum. Þau skot eru rannsökuð sem sérstakt mál. Ásgeir vill ekki gefa upp hvort maðurinn sé grunaður um þann verknað en staðfestir þó að haglabyssan sem fannst í íbúðinni sé í eigu mannsins.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Eigandi íbúðarinnar sem setið var um í gær ekki verið heima að undanförnu. Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu á svæðinu í gær. 3. júní 2015 11:00 Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Íbúum Hlíðarhjalla tjáð hvar maðurinn er niðurkominn Eigandi íbúðarinnar sem setið var um í gær ekki verið heima að undanförnu. Enn liggur ekki fyrir hvort skotið hafi verið úr byssu á svæðinu í gær. 3. júní 2015 11:00
Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum "Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn Arnarson. 2. júní 2015 17:50
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04