Innlent

Brestir: Útfararstjórar í kennitölubraski

Atli Ísleifsson skrifar
Hvenær er gjaldþrot siðlaus glæpur - og hvenær er gjaldþrot ólán?
Hvenær er gjaldþrot siðlaus glæpur - og hvenær er gjaldþrot ólán?
Tugir milljarða eru taldir tapast á hverju ári með athafnamönnum sem stunda kennitöluflakk og misnota það hversu auðvelt er að stofna og reka hér einkahlutafélög.

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, hefur barist fyrir breyttu regluverki til að sporna við kennitöluflakki. Hann áætlar að árin 2011-12 hafi samfélagið tapað samanlagt um 100 milljörðum króna á kennitöluflakki.

Lóa Pind lagði í leiðangur fyrir næsta þátt Bresta til að reyna að finna kennitöluflakkara og grafast fyrir um það hvenær ítrekuð gjaldþrot eru orðin misnotkun á kerfinu eða kennitöluflakk, siðlaus „brotastarfsemi í skjóli stjórnvalda“ eins og Halldór orðar það. Í þeim leiðangri rakst hún á fyrirbærið „útfararstjóra“ -  menn sem leppa einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, til að eigandinn, sá sem kom því á bjargbrúnina, geti haldið óflekkuðu mannorði.

Hvenær er gjaldþrot siðlaus glæpur - og hvenær er gjaldþrot ólán? Kennitöluflakk og raðgjaldþrot í lokaþætti Bresta verður á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. Umsjónarmaður þáttarins er Lóa Pind Aldísardóttir, klippingu annast Ólafur Chelbat, myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×