Innlent

Þétt setið á fundi rektorsframbjóðenda í Háskólabíói

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson á fundinum í dag.
Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson á fundinum í dag. vísir/pjetur
Þétt var setið í Háskólabíói í dag þar sem frambjóðendurnir tveir til embættis rektors í Háskóla Íslands, Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson, sátu fyrir svörum. Þau héldu hvort sína ræðuna í þeirri von um að ná kjöri í annarri umferð kosninga sem fram fer á mánudag.

Gengið er til kosninga í annað sinn þar sem hvorki Guðrún né Jón Atli fengu meira en helming atkvæða, líkt og reglur Háskóla Íslands kveða á um. Guðrún hlaut 39,4 prósent atkvæða og Jón Atli 48,9 prósent. Einar Steingrímsson fékk 9,7 prósent atkvæða.

Þau telja sig bæði eiga ágæta möguleika á að ná kjöri og eru staðráðin í því að vinna vel fyrir háskólann.


Tengdar fréttir

Bæði bjartsýn á að ná kjöri

Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal keppa um stöðu rektors H.Í. í annarri umferð og telja sig bæði eiga möguleika á að ná kjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×