Enski boltinn

Advocaat byrjar á tapi | Sjáðu sigurmark Sakho

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diafra Sakho tryggði West Ham sinn fyrsta sigur síðan 18. janúar þegar hann skoraði eina markið gegn Sunderland í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sakho skoraði markið dýrmæta aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Mark Noble.

Með sigrinum komust Hamrarnir upp í 9. sæti deildarinnar en þeir höfðu aðeins fengið þrjú stig úr sjö leikjum fyrir leikinn í dag.

Dick Advocaat stýrði Sunderland í fyrsta sinn í dag en ljóst er að Hollendingurinn mikið og erfitt verk fyrir höndum.

Sunderland hefur ekki unnið leik síðan 31. janúar og aðeins skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum.

Svörtu kettirnir eru í 17. sæti, aðeins einu stigi frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×