Enski boltinn

Annar sigur Everton í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Seamus Coleman skorar fyrra mark Everton.
Seamus Coleman skorar fyrra mark Everton. Vísir/Getty
Everton vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar lærisveinar Roberto Martínez sóttu QPR heim í dag.

Seamus Coleman og Aaron Lennon skoruðu mörk Everton í sitthvorum hálfleiknum en Eduardo Vargas jafnaði metin í millitíðinni.

Með sigrinum lyfti Everton sér upp fyrir West Brom í 13. sæti deildarinnar, en liðið er nú níu stigum frá fallsæti.

QPR tapaði hins vegar sínum fimmta leik í röð en liðið er í vondum málum í 19. og næstsíðasta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×