Fótbolti

Zlatan með þrennu og PSG á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Zlatan Ibrahimovic skoraði öll þrjú mörk PSG er liðið skellti sér á topp frönsku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Lorient á heimavelli í kvöld.

Zlatan kom PSG yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks en Jordan Ayew jafnaði metin um miðjan síðari hálfleik. PSG komst ekki yfir á ný fyrr en að Zlatan skoraði aftur af vítapunktinum.

Hann innsiglaði svo sigur PSG með marki undir lok leiksins eftir stoðsendingu Marco Verratti.

PSG er með 59 stig á toppi deildarinnar, einu meira en Lyon sem á leik til góða gegn Nice á morgun. Lorient er í sextánda sæti deildarinnar með 34 stig.

Zlatan Ibrahimovic er nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með sautján mörk í 21 leik. Alexandre Lacazette hjá Lyon er efstur á listanum með 23 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×