Fótbolti

Aron og félagar aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og samherjar hans fagna fyrra marki AZ í kvöld.
Aron og samherjar hans fagna fyrra marki AZ í kvöld. vísir/getty
Aron Jóhannsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann dramatískan 2-1 sigur á Cambuur í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Nemanja Gudelj kom AZ yfir með marki úr vítaspyrnu á 11. mínútu en Bartholomew Ogbeche jafnaði metin á þeirri 62.

Það var svo Norðmaðurinn Markus Henriksen sem skoraði sigurmark AZ á lokamínútunni. Tuttugu mínútum áður var Aron tekinn af velli.

AZ hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í kvöld. Aron og félagar eru nú með 50 stig í 4. sæti, einu stigi á eftir Feyenoord sem á þó leik til góða á AZ. Liðin mætast á heimavelli AZ í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×