Fótbolti

Óskar Örn ekki lengi að opna markareikninginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Örn er í láni hjá Edmonton frá KR.
Óskar Örn er í láni hjá Edmonton frá KR. vísir/stefán
Óskar Örn Hauksson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir kanadíska liðið FC Edmonton í gær.

Edmonton mætti þá Jacksonville United í fyrsta æfingaleik sínum á undirbúningstímabilinu og vann öruggan sigur, 6-0.

Óskar Örn spilaði fyrri hálfleikinn í gær og opnaði markareikning sinn hjá Edmonton á 35. mínútu þegar hann stýrði boltanum í markið eftir sendingu frá Lance Laing. Njarðvíkingurinn var ekki hættur en 10 mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Tomi Ameobi, fyrrverandi leikmann BÍ/Bolungarvíkur og Grindavíkur.

Staðan var 2-0 í hálfleik og Edmonton bætti svo fjórum mörkum við í seinni hálfleik. Lokatölur 6-0.

Á miðvikudaginn mætir Edmonton Tampa Bay Rowdies í öðrum æfingaleik og á laugardaginn mæta Óskar Örn og félagar Carolina RailHawks.

Edmonton leikur í NASL-deildinni (North American Soccer League) í Bandaríkjunum en fyrsti leikur Óskar Arnar og félaga á tímabilinu er gegn Jacksonville Armada á útivelli 4. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×