Segja hvalveiðar hafa lítil áhrif á samskipti ríkjanna Svavar Hávarðsson skrifar 23. mars 2015 12:40 Hvalveiðar Íslendinga eru Bandaríkjamönnum þyrnir í augum. Fréttablaðið/Vilhelm „Nei, ég hef ekki orðið var við neina breytingu í samskiptum ríkjanna,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, um afstöðu bandarískra stjórnvalda til hvalveiða Íslendinga og upplýsinga sem koma fram í minnisblaði Johns Kerry utanríkisráðherra til Baracks Obama Bandaríkjaforseta frá því í janúar. Minnisblaðið fjallar um hvernig svokölluðu Pelly-lagaákvæði hefur verið framfylgt gagnvart Íslendingum frá því í apríl í fyrra. Birgir segir að öll samskipti er lúta að öryggismálum, viðskiptum eða samstarfi á vettvangi fjölþjóðlegra samtaka eða fyrirtækja hafi farið vaxandi, enda áherslumál íslenskra stjórnvalda að auka þau. Í bréfi Kerrys til Bandaríkjaforseta eru tíunduð mörg dæmi um diplómatískar aðgerðir í samskiptum ríkjanna. Veigamest virðist að bandarískir ráðherrar hafa ekki komið til Íslands í opinberar heimsóknir og tvíhliða samvinna er alltaf metin í ljósi hvalveiðanna, eins og þar er m.a. tíundað. Hvað varðar heimsóknir bandarískra ráðherra segir Birgir það rétt að um þær hafi ekki verið að ræða frá 1. apríl í fyrra, en svo hafi líka verið mun fyrr. Spurður hvort það hafi verið vegna hvalveiðanna, en strax árið 2011 var Pelly-ákvæðinu beitt gegn Íslandi, segir Birgir að honum sé ekki kunnugt um það. „En auðvitað höfum við heyrt á fulltrúum Bandaríkjamanna að hvalveiðarnar eru viðkvæmt mál í samskiptum ríkjanna og fulltrúar þeirra taka þetta oft upp,“ segir Birgir og bætir við að eitt skýrasta dæmið um aðgerðir Bandaríkjastjórnar sé þegar Íslendingum var ekki boðið á stóra alþjóðlega hafráðstefnu, Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir í júní í fyrra. Pelly-viðaukinn við bandarísk lög um fiskveiðistjórn kveður á um að veiki ríki alþjóðlegar aðgerðir til verndar lífríkinu, skuli forsetinn kynna fyrir þinginu til hvaða refsiaðgerða hann hyggist grípa gegn viðkomandi ríki. Barack Obama forseti kynnti aðgerðir 1. apríl sl. sem byggjast á því að bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar við Ísland brjóti gegn banni CITES við verslun með hvalaafurðir. Lúta aðgerðirnar að veiðum á langreyði en síður hrefnuveiðum og sölu á innanlandsmarkaði. Geir H. Haarde, sem um áramót tók við starfi sendiherra í Bandaríkjunum, segist á sínum starfstíma ekki hafa orðið var við að hvalveiðar Íslendinga stæðu í vegi fyrir góðum samskiptum íslensku utanríkisþjónustunnar við bandaríska stjórnkerfið. „Hins vegar liggur fyrir að skoðanaágreiningur um þetta mál hefur verið fyrir hendi í meira en aldarfjórðung,“ segir hann og kveður bandarískum embættismönnum skylt að taka málið reglulega til umræðu á fundum með íslenskum stjórnmála- og embættismönnum. „Íslensk stjórnvöld standa hins vegar föst á okkar rétti varðandi hvalveiðar.“ Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir sína reynslu þau rúmu þrjú ár sem hann starfaði sem sendiherra Íslands í Washington vera þá að opinberir aðilar hafi komið sjónarmiðum sínum vegna hvalveiða ítrekað á framfæri við fulltrúa Íslands. Á sama hátt hafi íslensk stjórnvöld gert grein fyrir sjónarmiðum Íslands til málsins. „Sá skoðanamunur kom ekki í veg fyrir eðlileg samskipti fulltrúa íslensku utanríkisþjónustunnar við embættis- og ráðamenn í Bandaríkjunum, né við aðra bandaríska aðila sem samskipti voru höfð við vegna íslenskra hagsmuna,“ segir Guðmundur Árni. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Nei, ég hef ekki orðið var við neina breytingu í samskiptum ríkjanna,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, um afstöðu bandarískra stjórnvalda til hvalveiða Íslendinga og upplýsinga sem koma fram í minnisblaði Johns Kerry utanríkisráðherra til Baracks Obama Bandaríkjaforseta frá því í janúar. Minnisblaðið fjallar um hvernig svokölluðu Pelly-lagaákvæði hefur verið framfylgt gagnvart Íslendingum frá því í apríl í fyrra. Birgir segir að öll samskipti er lúta að öryggismálum, viðskiptum eða samstarfi á vettvangi fjölþjóðlegra samtaka eða fyrirtækja hafi farið vaxandi, enda áherslumál íslenskra stjórnvalda að auka þau. Í bréfi Kerrys til Bandaríkjaforseta eru tíunduð mörg dæmi um diplómatískar aðgerðir í samskiptum ríkjanna. Veigamest virðist að bandarískir ráðherrar hafa ekki komið til Íslands í opinberar heimsóknir og tvíhliða samvinna er alltaf metin í ljósi hvalveiðanna, eins og þar er m.a. tíundað. Hvað varðar heimsóknir bandarískra ráðherra segir Birgir það rétt að um þær hafi ekki verið að ræða frá 1. apríl í fyrra, en svo hafi líka verið mun fyrr. Spurður hvort það hafi verið vegna hvalveiðanna, en strax árið 2011 var Pelly-ákvæðinu beitt gegn Íslandi, segir Birgir að honum sé ekki kunnugt um það. „En auðvitað höfum við heyrt á fulltrúum Bandaríkjamanna að hvalveiðarnar eru viðkvæmt mál í samskiptum ríkjanna og fulltrúar þeirra taka þetta oft upp,“ segir Birgir og bætir við að eitt skýrasta dæmið um aðgerðir Bandaríkjastjórnar sé þegar Íslendingum var ekki boðið á stóra alþjóðlega hafráðstefnu, Our Ocean, sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir í júní í fyrra. Pelly-viðaukinn við bandarísk lög um fiskveiðistjórn kveður á um að veiki ríki alþjóðlegar aðgerðir til verndar lífríkinu, skuli forsetinn kynna fyrir þinginu til hvaða refsiaðgerða hann hyggist grípa gegn viðkomandi ríki. Barack Obama forseti kynnti aðgerðir 1. apríl sl. sem byggjast á því að bandarísk stjórnvöld telja að hvalveiðar við Ísland brjóti gegn banni CITES við verslun með hvalaafurðir. Lúta aðgerðirnar að veiðum á langreyði en síður hrefnuveiðum og sölu á innanlandsmarkaði. Geir H. Haarde, sem um áramót tók við starfi sendiherra í Bandaríkjunum, segist á sínum starfstíma ekki hafa orðið var við að hvalveiðar Íslendinga stæðu í vegi fyrir góðum samskiptum íslensku utanríkisþjónustunnar við bandaríska stjórnkerfið. „Hins vegar liggur fyrir að skoðanaágreiningur um þetta mál hefur verið fyrir hendi í meira en aldarfjórðung,“ segir hann og kveður bandarískum embættismönnum skylt að taka málið reglulega til umræðu á fundum með íslenskum stjórnmála- og embættismönnum. „Íslensk stjórnvöld standa hins vegar föst á okkar rétti varðandi hvalveiðar.“ Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir sína reynslu þau rúmu þrjú ár sem hann starfaði sem sendiherra Íslands í Washington vera þá að opinberir aðilar hafi komið sjónarmiðum sínum vegna hvalveiða ítrekað á framfæri við fulltrúa Íslands. Á sama hátt hafi íslensk stjórnvöld gert grein fyrir sjónarmiðum Íslands til málsins. „Sá skoðanamunur kom ekki í veg fyrir eðlileg samskipti fulltrúa íslensku utanríkisþjónustunnar við embættis- og ráðamenn í Bandaríkjunum, né við aðra bandaríska aðila sem samskipti voru höfð við vegna íslenskra hagsmuna,“ segir Guðmundur Árni.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira