Innlent

Áslandsskóli ekki stækkaður: Lausn komin á húsnæðisvandanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áslandsskóli í Hafnarfirði verður ekki stækkaður.
Áslandsskóli í Hafnarfirði verður ekki stækkaður. visir/VILHELM
Fræðsluráði Hafnarfjarðar var í morgun kynnt niðurstaða sem fengist hefur í húsnæðismálum Áslandsskóla í samráði við skólastjórnendur og foreldra barna í skólanum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ.

Samkvæmt henni er nægt rými í núverandi húsnæði skólans fyrir þann fjölda nemenda sem spár um íbúaþróun gefa til kynna að verði á komandi árum. Niðurstaðan leysir því húsnæðismál skólans hvað fjölda kennslustofa varðar til frambúðar. 

Í tilkynningunni segir að á fundi fræðsluráðs í nóvember 2014 var ákveðið á falla frá því að byggja við skólann eins og áform höfðu verið uppi um. Þess í stað verði fjárfest í innra starfi skólans sem um leið taki forystu í innleiðingu upplýsingatækni í hafnfirsku skólastarfi. Bæjarstjórn staðfest síðan tillöguna og í framhaldinu hefur verið fundað með skólastjórnendum, foreldrum  og foreldraráði skólans þar sem farið hefur verið ítarlega yfir útfærslu og forsendur ákvörðunarinnar.

„Það er ánægjulegt að vinna undanfarinna vikna hefur skilað niðurstöðu sem kemur skólasamfélaginu vel og vil ég þakka foreldrum og stjórnendum skólans fyrir þeirra þátt í að leysa málin með bæjaryfirvöldum.  Áherslan er á innra starfið og saman gerum við góðan skóla enn betri,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs.

Ekki verður þörf á að fækka bekkjardeildum heldur felast í breytingunum tækifæri til að þróa skólastarfið enn frekar með því að skipta nemendum í auknum mæli í hópa frá því sem verið hefur. Einnig munu kennarar og nemendur í 5. – 10. bekk fá spjaldtölvur til afnota við nám og kennslu og hefðbundin tölvustofa verður nýtt sem almenn kennslustofa. Kennarar hafa þegar fengið spjaldtölvurnar afhentar og undirbúa þeir nú að taka upplýsingatæknina af  fullum krafti inn í skólastarfið á komandi hausti.

„Við ætlum að vera leiðandi í notkun spjaldtölva í skólastarfi og það er mikill áhugi til staðar meðal kennara og nemanda í skólanum. Við sjáum ótal möguleika og leiðir til samvinnu milli nemanda og kennara – Kennarar hafa faglega þekkingu á náminu en nemendur eru sumir með góða tækniþekkingu. Þannig getum við eflt samvinnunám 



Tengdar fréttir

Áslandsskóli stækkaður

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag fjárveitingu vegna undirbúnings og hönnunar á síðari áfanga Áslandsskóla.

Segja ákvörðunina vera andstæða lögum

Stjórn foreldrafélags Áslandsskóla boðaði til neyðarfundar í gær vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um að hætta við að byggja við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×