Ef foreldrar hrósa of mikið geta börnin orðið sjálfselsk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. mars 2015 12:23 Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum. Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig. Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina. Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu. Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.World News Videos | US News Videos Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira
Ef foreldrar hrósa börnum sínum of mikið geta þau orðið sjálfselsk og getur hrósið jafnvel leitt til sjálfsupphafningar-persónuleikaröskunnar. Þetta kemur fram í niðurstöðum hollenskrar könnunnar og var greint frá á fréttavef ABC í Bandaríkjunum. Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun er kallaði narcissism á ýmsum erlendum málum og vísar hugtakið til hinnar sjálfumglöðu grísku hetju Narcissus, sem gat ekki fengið nóg af sinni eigin spegilmynd. Rannsóknin náði til 565 hollenskra barna á aldrinum sjö til 12 ára. Tilfinningar þeirra voru rannsakaðar og tekið tillit til sjálfsálits þeirra og hvort þau teldu sig vera æðri öðrum í umhverfi þeirra. Rannsakendur fundu tengsl á milli hrósyrða foreldra og tilhneigingu barna til að líta stórt á sig. Ef börnum er hrósað of mikið geta þau byrjað að líta svo á að þau eigi skilið öðruvísi meðferð en aðrir að sögn Brad Bushman, sem er prófessor í sálfræði við Ohio State háskólann. Hann tók þátt í vinnu við rannsóknina. Hann segir að foreldrar eigi að sýna börnum sínum hlýju en varast að gefa þeim innistæulaus hrós. Hann segir að rétta leiðin í uppeldi sé ekki að hrósa og hrósa og vonast svo til þess að barnið manns hagi sér vel. Heldur að vera spar á hrósyrðin og nota þau þegar barnið hefur gert eitthvað sem vissulega verðskuldar jákvæða styrkingu. Ekki eru þó allir sammála um niðurstöður rannsóknarinnar. Dr. Gene Berestein, framkvæmdastjóri barnageðdeildar við spítalann í Massachusetts segir að foreldrar séu einungis hluti af því sem hefur áhrif á börn. Kennarar, vinir, systkin og margir aðrir hafi áhrif á sjálfsmynd barna. Jafnframt geti verið munur á hollenskum og bandarískum börnum, að mati Beresin. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt ABC um málið.World News Videos | US News Videos
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Sjá meira