Margrét Maack gerir Gettu Betur upp: „Tókst betur en við þorðum að vona“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 15:30 Dómararnir Margrét og Steinþór ásamt spyrlinum Birni Braga í gær. mynd/rúv „Við héldum að þetta yrði miklu meiri bylting en raunin varð,“ segir Margrét Erla Maack, annar dómara og spurningahöfunda í Gettu Betur. Síðasta keppni vetrarins fór fram í gær en þá lagði Menntaskólinn í Reykjavík Fjölbrautarskólann í Garðabæ með 41 stigi gegn átján í úrslitaþættinum. Árið í ár var í fyrsta skipti sem skólar þurftu að hafa sem jafnast kynjahlutfall keppenda. Aldrei hafa fleiri stelpur keppt en einmitt í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson, meðdómari Margrétar, deildi fyrir keppnina í gær mynd af því þegar hann sigraði Gettu Betur fyrir áratug fyrir Borgarholtsskóla og sagði að nú loksins hefðu skilaboð hans náð alla leið. Margrét Erla Maackvísir/gvaMórallinn og stemningin miklu betri Þá klæddist hann bol sem á stóð „Gettu Betur er ekki karlasport, fleiri stelpur í Gettu betur.“ Þriðja hjól þáttarins, maðurinn bak við tjöldin, Björn Teitsson, sendi síðan frá sér pistil sem birtist á Kjarnanum skömmu fyrir keppnina þar sem hann fagnaði þeim árangri sem náðst hafði. „Það kom síðan á daginn að keppninn breyttist ekkert mikið. Það komu eingöngu inn nýjar raddir og öðruvísi þekking. Mórallinn og stemningin bakvið tjöldin varð líka talsvert öðruvísi og betri með breytingunni. Það var svo ótrúlega skrítið að Gettu Betur var yfirleitt eini þátturinn með menntaskólakrökkum fyrir menntaskólakrakka og það voru nánast aðeins strákar að keppa.“ Þegar breytingarnar voru ákveðnar voru margir sem sendu frá sér pistla og skeyti og lýstu yfir annað hvort yfir stuðningi eða vanþóknun á þeim. Þar má nefna Stefán Pálsson, Evu Hauksdóttur og málfundafélag Verzlunarskóla Íslands en Verzló var eini skólinn sem studdi ekki breytinguna. Steinþór Helgi með hljóðnemann og bolinn góða árið 2005.mynd/páll bergmannVið höfum áhuga á jafnrétti „Við gerðum þetta bæði í fyrra og núna að spyrja meira um konur og hluti sem tengjast jafnrétti,“ segir Margrét en í keppninni í gær var til að mynda spurt um kvennafrídaginn, fæðingarorlof og skopast með að karlmenn sem eiga börn geti náð langt í íþróttum. „Spurningarnar í gegnum tíðina hafa oftar en ekki litast af áhugasviðum dómaranna og við höfum áhuga á jafnrétti. Við vildum gera konum hærra undir höfði og það eru oftar en ekki líka erfiðari spurningar því það hefur verið fjallað svo mikið minna um þær í gegnum tíðina.“ Margrét segir að viðbrögð flestra séu mjög jákvæð. „Það hafa margir komið til mín og hrósað mér fyrir hve mikið það er spurt um konur. Sannleikurinn er samt eiginlega sá að Björn og Steinþór semja flestar þær spurningar. Það er samt alltaf einn og einn sem er ósáttur en að er hvort eð er fólk sem maður myndi ekkert bjóða í afmælið sitt.“ Aðspurð segir Margrét að það gæti verið áhugi fyrir því af hálfu hennar og Steinþórs að vera með þáttinn áfram að ári. „Þú verður að spyrja mig að þessu síðar. Ég ætla aðeins að meta stöðuna en það er svo í heimi fjölmiðla og dagskrárgerðar að það gætu komið til önnur verkefni sem hjálpa manni betur að borga leiguna. Við verðum bara að sjá til en áhuginn gæti verið fyrir hendi.“ Tengdar fréttir Menntaskólinn í Reykjavík vann FG í úrslitum Gettu betur MR sigraði Gettu betur í nítjánda skipti í kvöld. 11. mars 2015 21:00 #TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
„Við héldum að þetta yrði miklu meiri bylting en raunin varð,“ segir Margrét Erla Maack, annar dómara og spurningahöfunda í Gettu Betur. Síðasta keppni vetrarins fór fram í gær en þá lagði Menntaskólinn í Reykjavík Fjölbrautarskólann í Garðabæ með 41 stigi gegn átján í úrslitaþættinum. Árið í ár var í fyrsta skipti sem skólar þurftu að hafa sem jafnast kynjahlutfall keppenda. Aldrei hafa fleiri stelpur keppt en einmitt í ár. Steinþór Helgi Arnsteinsson, meðdómari Margrétar, deildi fyrir keppnina í gær mynd af því þegar hann sigraði Gettu Betur fyrir áratug fyrir Borgarholtsskóla og sagði að nú loksins hefðu skilaboð hans náð alla leið. Margrét Erla Maackvísir/gvaMórallinn og stemningin miklu betri Þá klæddist hann bol sem á stóð „Gettu Betur er ekki karlasport, fleiri stelpur í Gettu betur.“ Þriðja hjól þáttarins, maðurinn bak við tjöldin, Björn Teitsson, sendi síðan frá sér pistil sem birtist á Kjarnanum skömmu fyrir keppnina þar sem hann fagnaði þeim árangri sem náðst hafði. „Það kom síðan á daginn að keppninn breyttist ekkert mikið. Það komu eingöngu inn nýjar raddir og öðruvísi þekking. Mórallinn og stemningin bakvið tjöldin varð líka talsvert öðruvísi og betri með breytingunni. Það var svo ótrúlega skrítið að Gettu Betur var yfirleitt eini þátturinn með menntaskólakrökkum fyrir menntaskólakrakka og það voru nánast aðeins strákar að keppa.“ Þegar breytingarnar voru ákveðnar voru margir sem sendu frá sér pistla og skeyti og lýstu yfir annað hvort yfir stuðningi eða vanþóknun á þeim. Þar má nefna Stefán Pálsson, Evu Hauksdóttur og málfundafélag Verzlunarskóla Íslands en Verzló var eini skólinn sem studdi ekki breytinguna. Steinþór Helgi með hljóðnemann og bolinn góða árið 2005.mynd/páll bergmannVið höfum áhuga á jafnrétti „Við gerðum þetta bæði í fyrra og núna að spyrja meira um konur og hluti sem tengjast jafnrétti,“ segir Margrét en í keppninni í gær var til að mynda spurt um kvennafrídaginn, fæðingarorlof og skopast með að karlmenn sem eiga börn geti náð langt í íþróttum. „Spurningarnar í gegnum tíðina hafa oftar en ekki litast af áhugasviðum dómaranna og við höfum áhuga á jafnrétti. Við vildum gera konum hærra undir höfði og það eru oftar en ekki líka erfiðari spurningar því það hefur verið fjallað svo mikið minna um þær í gegnum tíðina.“ Margrét segir að viðbrögð flestra séu mjög jákvæð. „Það hafa margir komið til mín og hrósað mér fyrir hve mikið það er spurt um konur. Sannleikurinn er samt eiginlega sá að Björn og Steinþór semja flestar þær spurningar. Það er samt alltaf einn og einn sem er ósáttur en að er hvort eð er fólk sem maður myndi ekkert bjóða í afmælið sitt.“ Aðspurð segir Margrét að það gæti verið áhugi fyrir því af hálfu hennar og Steinþórs að vera með þáttinn áfram að ári. „Þú verður að spyrja mig að þessu síðar. Ég ætla aðeins að meta stöðuna en það er svo í heimi fjölmiðla og dagskrárgerðar að það gætu komið til önnur verkefni sem hjálpa manni betur að borga leiguna. Við verðum bara að sjá til en áhuginn gæti verið fyrir hendi.“
Tengdar fréttir Menntaskólinn í Reykjavík vann FG í úrslitum Gettu betur MR sigraði Gettu betur í nítjánda skipti í kvöld. 11. mars 2015 21:00 #TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34 Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Menntaskólinn í Reykjavík vann FG í úrslitum Gettu betur MR sigraði Gettu betur í nítjánda skipti í kvöld. 11. mars 2015 21:00
#TilfinningaTómas trendaði á Twitter Tómas Geir Howser Harðarson, einn liðsmanna Gettu betur-liðs Fjölbrautaskólans í Garðabæ, vakti athygli fyrr í kvöld líkt og endranær. 11. mars 2015 23:34
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning