Innlent

Konan sem fannst látin var íslensk

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan fannst látin um níuleytið á þriðjudagsmorgun.
Konan fannst látin um níuleytið á þriðjudagsmorgun. Vísir/GVA
Konan sem fannst látin í sjónum við Sæbraut á þriðjudagsmorgun var íslensk og búsett í Reykjavík. Hún var ógift og barnlaus, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Það var aðstandandi sem hafði samband við lögreglu, en viðkomandi var farinn að óttast um hana. Konan var á sextugsaldri.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Talið var að hún hefði látist innan við sólarhring áður en hún fannst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×