Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur borið kennsl á konuna sem fannst látin í fjöruborðinu við Sólfarið á Sæbraut í vikunni. Konan fannst látin um níu leytið á þriðjudagsmorgun.
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um konu búsetta á Íslandi að ræða.
Lögreglan leitaði til almennings í tilraunum sínum til að bera kennsla á konuna. Í hádeginu í dag var svo greint frá því að eigendur gististaða voru sérstaklega beðin um hjálp við að bera kennsl á hana.
Í tilkynningu frá lögreglunni er almenningi þökkuð veitt aðstoð. Engar nánari upplýsingar eru gefnar í tilkynningunni.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ekki talið að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Talið var að hún hefði látist innan við sólarhring áður en hún fannst.
Hafa borið kennsl á konuna

Tengdar fréttir

Hótel beðin um hjálp við að bera kennsl á látnu konuna
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur mögulegt að konan sem fannst látin í sjónum við Sólfarið við Sæbraut sé erlendur ferðamaður.

Biðja um hjálp við að bera kennsl á konuna
Þeir sem geta veitt upplýsingar um konuna eru beðnir um að setja sig í samband við lögregluna.

Líkfundur við Sæbraut
Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað á svæðinu.