Lífið

Hvað er hægt að gera við 4.000 klósettpappírsrúllur?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þetta er talsvert af fyrrum trjám.
Þetta er talsvert af fyrrum trjám. mynd/úr myndbandinu
Roman Atwood er bandarískur hrekkjalómur sem heldur úti síðu á Youtube. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að enginn er óhultur fyrir honum og hans hrekkjum. 

Í nýjasta hrekk sínum verður nágranni hans fyrir barðinu á honum. Sá maður heitir Howie og það hafa væntanlega farið ófáar mínútur í það verkefni að hreinsa húsið hans eftir þetta. Regnskógar heimsins og umhverfisverndarsinnar hafa líklega ekki húmor fyrir þessu gríni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.