Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2015 00:01 Jón Garðar Ögmundsson. Vísir/Arnþór Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna meintra skattsvika þeirra fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ásgerður og Jón Garðar eru ákærð fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna veitingastaðarins Metro á árunum 2011 og 2012. Jón Garðar er ákærður fyrir skattsvik upp á tæplega 35 milljónir króna og Ásgerður fyrir tæplega 34 milljónir króna. Saksóknari fer fram á að þau verði bæði sakfelld og dæmd til að greiða sektir vegna skuldanna við skattinn.Sjá einnig: Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir krónaVar framkvæmdastjóri en samt ekki Jón Garðar var stjórnarformaður félagsins Líf og heilsa ehf. sem var rekstrarfélag Metro og Ásgerður skráður framkvæmdastjóri þess. Við skýrslutöku fyrir dómi í gær kom fram að hún hafi í raun ekki starfað sem slíkur, heldur Jón Garðar, og hún sinnt starfsmannamálum Metro-staðanna. Líf og heilsa ehf. var upphaflega í eigu Ásgerðar en hún stofnaði það árið 2004 utan um eigin rekstur. Árið 2010 tók Jón Garðar félagið svo yfir og rekstur Metro-staðanna fór undir hatt þess. Fyrir dómi kvaðst Ásgerður ekkert hafa komið að rekstri Líf og heilsu. Fjármál félagsins hafi verið í höndum Jóns Garðars og henni hafi því til að mynda ekki verið kunnugt um að félagið ætti í fjárhagserfiðleikum. Hún hafi í raun fyrst gert sér grein fyrir alvarleika málsins við yfirheyrslu hjá skattrannsóknarstjóra árið 2012. Þá hafi hún ekkert haft með staðgreiðslu launa að gera og gat ekki svarað því hvers vegna ekki voru staðin skil á henni.Ásgerður Guðmundsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/VilhelmHeimsótti skattinn einu sinni í mánuði þegar það safnaðist skuld Jón Garðar gaf einnig skýrslu í málinu og rakti aðdraganda þess að hann tók yfir Líf og heilsu árið 2010. Hann hafði þá rekið McDonald‘s-staðina á Íslandi undir merkjum félagsins Lyst ehf. en fyrirtækið fór í þrot og vildi Jón Garðar þá finna nýtt félag svo hann gæti haldið áfram rekstri veitingastaða undir nafninu Metro. Saksóknari spurði Jón Garðar hvers vegna staðgreiðslu hafi ekki verið skilað: „Ég var að basla aðeins með sjóðstreymi á þessum tíma. Ég var að reyna að endurfjármagna félagið og selja það eða selja hluta þess. Þegar það safnaðist skuld hjá skattinum þá heimsótti ég skattinn að minnsta kosti einu sinni í mánuði og ræddi við þá hvað ég gat greitt og hvað ekki. Ég upplýsti þá um stöðuna og samdi um nokkra hluti.“ Hann bætti svo við þegar að verjandi hans spurði út í stöðu fyrirtækisins og skattinn: „Þeir vissu hver staðan var og það má kannski segja að skatturinn hafi „spilað með.““ Aðspurður sagði hann engan annan hjá fyrirtækinu hafa komið að skattskilum nema ef til vill bókara sem starfaði fyrir hann í hlutastarfi.Merki Metro.Fullviss um að skuldin verði greidd Fram kom við aðalmeðferðina að búið væri að taka Líf og heilsu til gjaldþrotaskipta. Ekkert hefur verið greitt inn á skuld fyrirtækisins við skattinn en Jón Garðar sagðist fullviss um að þegar búið væri að gera upp þrotabúið fengist að fullu upp í fjárhæðina. Verjandi hans gagnrýndi því að farið væri af stað með málið áður en uppgjöri þrotabúsins væri lokið. Verjandinn lagði einnig áherslu á það að Jón Garðar hefði ekki haft neinn ásetning um að koma peningunum undan og stinga þeim í eigin vasa; það hafi einfaldlega ekki verið til peningur í fyrirtækinu. Þá mótmælti verjandi Ásgerðar málsástæðum ákæruvaldsins og sagði það algjörlega ljóst að hún hefði ekki haft neitt með fjármál fyrirtækisins að gera, þrátt fyrir að vera skráður framkvæmdastjóri félagsins. Ásgerður hafi treyst Jóni Garðari til að sjá um fjármálin og ósannað væri að hún hefði gerst sek um refsiverða háttsemi þar sem hvorki væri til að dreifa ásetningi né hirðuleysi. Saksóknari, Kristín Ingileifsdóttir, gaf lítið fyrir þessa málsvörn og sagði að þó að Ásgerður hafi aðeins verið framkvæmdastjóri „til málamynda“ þá bæri hún engu að síður ábyrgð á fjármálum Lífs og heilsu samkvæmt lögum. Hún vísaði einnig í dómafordæmi máli sínu til stuðnings.Vill Jón Garðar í allt að árs fangelsi Jón Garðar var í febrúar síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik en þau brot áttu sér stað á árunum 2009 og 2010. Skattsvikin námu 22 milljónum króna auk þess sem hann var dæmdur til að greiða sekt upp á 45 milljónir króna. Saksóknari tekur meðal annars mið af þessu við kröfur sínar um refsingu og fer fram á að Jón verði dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þá er farið fram á að hann greiði hátt í 40 milljónir í sekt. Tengdar fréttir Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna meintra skattsvika þeirra fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ásgerður og Jón Garðar eru ákærð fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna veitingastaðarins Metro á árunum 2011 og 2012. Jón Garðar er ákærður fyrir skattsvik upp á tæplega 35 milljónir króna og Ásgerður fyrir tæplega 34 milljónir króna. Saksóknari fer fram á að þau verði bæði sakfelld og dæmd til að greiða sektir vegna skuldanna við skattinn.Sjá einnig: Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir krónaVar framkvæmdastjóri en samt ekki Jón Garðar var stjórnarformaður félagsins Líf og heilsa ehf. sem var rekstrarfélag Metro og Ásgerður skráður framkvæmdastjóri þess. Við skýrslutöku fyrir dómi í gær kom fram að hún hafi í raun ekki starfað sem slíkur, heldur Jón Garðar, og hún sinnt starfsmannamálum Metro-staðanna. Líf og heilsa ehf. var upphaflega í eigu Ásgerðar en hún stofnaði það árið 2004 utan um eigin rekstur. Árið 2010 tók Jón Garðar félagið svo yfir og rekstur Metro-staðanna fór undir hatt þess. Fyrir dómi kvaðst Ásgerður ekkert hafa komið að rekstri Líf og heilsu. Fjármál félagsins hafi verið í höndum Jóns Garðars og henni hafi því til að mynda ekki verið kunnugt um að félagið ætti í fjárhagserfiðleikum. Hún hafi í raun fyrst gert sér grein fyrir alvarleika málsins við yfirheyrslu hjá skattrannsóknarstjóra árið 2012. Þá hafi hún ekkert haft með staðgreiðslu launa að gera og gat ekki svarað því hvers vegna ekki voru staðin skil á henni.Ásgerður Guðmundsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.Vísir/VilhelmHeimsótti skattinn einu sinni í mánuði þegar það safnaðist skuld Jón Garðar gaf einnig skýrslu í málinu og rakti aðdraganda þess að hann tók yfir Líf og heilsu árið 2010. Hann hafði þá rekið McDonald‘s-staðina á Íslandi undir merkjum félagsins Lyst ehf. en fyrirtækið fór í þrot og vildi Jón Garðar þá finna nýtt félag svo hann gæti haldið áfram rekstri veitingastaða undir nafninu Metro. Saksóknari spurði Jón Garðar hvers vegna staðgreiðslu hafi ekki verið skilað: „Ég var að basla aðeins með sjóðstreymi á þessum tíma. Ég var að reyna að endurfjármagna félagið og selja það eða selja hluta þess. Þegar það safnaðist skuld hjá skattinum þá heimsótti ég skattinn að minnsta kosti einu sinni í mánuði og ræddi við þá hvað ég gat greitt og hvað ekki. Ég upplýsti þá um stöðuna og samdi um nokkra hluti.“ Hann bætti svo við þegar að verjandi hans spurði út í stöðu fyrirtækisins og skattinn: „Þeir vissu hver staðan var og það má kannski segja að skatturinn hafi „spilað með.““ Aðspurður sagði hann engan annan hjá fyrirtækinu hafa komið að skattskilum nema ef til vill bókara sem starfaði fyrir hann í hlutastarfi.Merki Metro.Fullviss um að skuldin verði greidd Fram kom við aðalmeðferðina að búið væri að taka Líf og heilsu til gjaldþrotaskipta. Ekkert hefur verið greitt inn á skuld fyrirtækisins við skattinn en Jón Garðar sagðist fullviss um að þegar búið væri að gera upp þrotabúið fengist að fullu upp í fjárhæðina. Verjandi hans gagnrýndi því að farið væri af stað með málið áður en uppgjöri þrotabúsins væri lokið. Verjandinn lagði einnig áherslu á það að Jón Garðar hefði ekki haft neinn ásetning um að koma peningunum undan og stinga þeim í eigin vasa; það hafi einfaldlega ekki verið til peningur í fyrirtækinu. Þá mótmælti verjandi Ásgerðar málsástæðum ákæruvaldsins og sagði það algjörlega ljóst að hún hefði ekki haft neitt með fjármál fyrirtækisins að gera, þrátt fyrir að vera skráður framkvæmdastjóri félagsins. Ásgerður hafi treyst Jóni Garðari til að sjá um fjármálin og ósannað væri að hún hefði gerst sek um refsiverða háttsemi þar sem hvorki væri til að dreifa ásetningi né hirðuleysi. Saksóknari, Kristín Ingileifsdóttir, gaf lítið fyrir þessa málsvörn og sagði að þó að Ásgerður hafi aðeins verið framkvæmdastjóri „til málamynda“ þá bæri hún engu að síður ábyrgð á fjármálum Lífs og heilsu samkvæmt lögum. Hún vísaði einnig í dómafordæmi máli sínu til stuðnings.Vill Jón Garðar í allt að árs fangelsi Jón Garðar var í febrúar síðastliðnum dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik en þau brot áttu sér stað á árunum 2009 og 2010. Skattsvikin námu 22 milljónum króna auk þess sem hann var dæmdur til að greiða sekt upp á 45 milljónir króna. Saksóknari tekur meðal annars mið af þessu við kröfur sínar um refsingu og fer fram á að Jón verði dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þá er farið fram á að hann greiði hátt í 40 milljónir í sekt.
Tengdar fréttir Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09
Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30