Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2015 20:45 Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15