Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2015 20:45 Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15