Viðskipti innlent

Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Minkar í búri á íslensku minkabúi. Verið er að slátra um 30.000 minkum frá fimm búum á Suðurlandi um þessar mundir. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Minkar í búri á íslensku minkabúi. Verið er að slátra um 30.000 minkum frá fimm búum á Suðurlandi um þessar mundir. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Magnús Hlynur

Aðeins eitt minkabú er sagt verða eftir á landinu nú þegar fimm loðdýrabændur á Suðurlandi eru að hætta störfum. Fjárhagslegur grundvöllur ræktunarinnar er sagður brostinn og verið er að slátra þeim minkum sem voru á búum þeirra.

Bændablaðið hefur það eftir Birni Harðarsyni í Holti I, formanni deidar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, að hann og fjórir aðrir loðdýrabændur á Suðurlandi hafi sammælst um að leggja fóðurstöð sem þeir hafa rekið af og hætta minkaræktun í byrjun vetrar.

„Það er af fjárhagsástæðum má segja, þetta gengur bara ekki upp lengur,“ segir Björn við blaðið.

Vísar hann til slæmrar afkomu í greininni þar sem skinn hafi selst langt undir kostnaðarverði í áratug. Þá hafi rekstur fóðurstöðvarinnar verið þungur.

Nú sé verið að slátra um 30.000 minkum og gera pelsa úr skinnum þeirra. Það séu um sex þúsund læður og 24-25 þúsund hvolpar.

Þegar starfsemin á Suðurlandi leggst af verður eitt minkabú eftir í landinu, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×