Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2015 20:38 Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun. Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. Hann vonast þó til að framkvæmdir komist á fullt í sumar. Þýska fyrirtækið PCC er búið að tryggja fjármögnun kísilversins og stefndi að því að hefja framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka í kringum næstu mánaðamót. Skömmu fyrir jól kom hins vegar óvænt babb í bátinn þegar ESA ákvað að hefja rannsókn á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð fælist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets við PCC. 80 milljarða króna framkvæmdir eru í húfi, einn af lykilþáttum þess hagvaxtar sem spáð er í landinu, og því er óþægilegt að hafa þetta mál í óvissu.Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.Fulltrúar Landsvirkjunar, sem og Landsnets, funduðu með ESA í síðustu viku. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir um fund þeirra að farið hafi verið yfir málið og að Landsvirkjun myndi í framhaldinu skila inn skriflegum athugasemdum. Ennþá væri ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefði á verkefnið. Það er þó ólíklegt að allt fari á fullt á Húsavík á næstu vikum. Tafir á verkefninu eru óhjákvæmilegar, að sögn Harðar. „Hversu langar er erfitt að segja. En við vonum að það verði ekki nema nokkrir mánuðir.“ Undirbúningsframkvæmdir vegna jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum voru umtalsverðar á nýliðnu ári og Landsvirkjun er núna með stærstu verkþætti í útboði, vélasamstæðu og stöðvarhús. „Við munum halda því ferli áfram og svo munum við vonandi komast af stað næsta sumar,“ svarar forstjórinn spurningu um hvenær hann búist við að framkvæmdir fari á fullt.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.
Tengdar fréttir Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00 Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30 Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15
Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins. 9. janúar 2015 21:00
Tugmilljarða uppbygging á Bakka á að hefjast í vetur Þýska félagið PCC hefur tilkynnt að lokaákvörðun um kísilver á Bakka frestist fram yfir áramót. 5. desember 2014 20:30