Viðskipti innlent

Bein út­sending: Orkan, álið og kísillinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi.
Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. Vísir/Vilhelm

„Orkan, álið og kísillinn“ er yfirskrift opins raforkumarkaðsfundar Viðskiptagreiningar Landsvirkjunar sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu í dag.

Fundurinn hefst klukkan 14 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi að neðan.

„Verðsveiflur, tollar og framleiðslustöðvanir. Það hefur margt gengið á hjá álverum og kísilframleiðendum síðustu vikur og mánuði.

Við ætlum að ræða þessa þróun í samhengi við bæði íslenskan raunveruleika og alþjóðamarkaði,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Dagskrá:

Jónas Hlynur Hallgrímsson, forstöðumaður Viðskiptagreiningar og þróunar markaða, fer yfir alþjóðlega þróun á raforkumörkuðum og samkeppnishæfni.

Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu, feryfir ál- og kísilmarkaði.

Pallborðsumræður

  • Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.
  • Karl Guðmundsson, verkefnastjóri stórfjárfestinga hjá forsætisráðuneytinu.
  • Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi.
  • Kári Marís Guðmundsson, fyrrum forstjóri PCC á Bakka.
  • Valur Ægisson, forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun, stýrir pallborði.

Fundarstjóri er Egill Tómasson, sérfræðingur hjá Viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×