Viðskipti innlent

Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka

Kristján Már Unnarsson skrifar
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. Óvíst er hvort þetta seinkar framkvæmdum sem áformað er að hefjist síðar í vetur.

Landsvirkjun er þegar byrjuð á framkvæmdum á Þeistareykjum vegna virkjunar sem sjá á kísilverinu á Bakka fyrir raforku. Nú segist ESA hafa efasemdir um að tekjur af orkusölu dugi fyrir virkjunarkostnaði og að Landsnet fái upp í kostnað við að flytja raforkuna þangað. En er Landsvirkjun að selja orkuna undir kostnaðarverði?

Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.
„Nei. Við teljum svo ekki vera,“ svarar Hörður Arnarson forstjóri. „Samningurinn er einn hagstæðasti samningur sem Landsvirkjun hefur gert. Þannig að við munum svara ESA og vonandi sýna fram á það að í samningnum felist ekki ríkisaðstoð.“ 

Hörður telur á að skýra þurfi út gagnvart ESA ólíka uppbyggingu jarðvarmavirkjunar miðað við vatnsaflsvirkjun, sem og óvenju skamman orkusamning. 

Ekki er nema vika síðan ráðamenn PCC voru á Bakka með verktökum til að undirbúa framkvæmdir en fyrir norðan sögðust þeir stefna að því að lokaákvörðun um verkefnið yrði tekin fljótlega eftir áramót, í lok janúar eða í byrjun febrúar. En tefst það? 

„Það er of snemmt að segja. Við vorum bara að fá þennan úrskurð í dag og þurfum að skoða hann. En við vonum að þetta muni ekki valda verulegum töfum,“ segir Hörður Arnarson.

Fyrirhugað kísilver PCC á Bakka.Grafík/PCC.

Tengdar fréttir

Undirbúa hundrað megavatta virkjun

Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík.

Áminning til stjórnvalda um að vanda til verka

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir að úrskurður Eftirlitsstofnunar EFTA, um ólögmæti ríkisstyrkja vegna fjárfestinga, sé áminning um að íslensk stjórnvöld verði að vanda til verka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×