Fengu hrossakjöt í steikarsamloku: „Við erum ekki að fela neitt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2015 20:30 "Við getum ráðið því hvaða kjöt er í steikarsamloku. Þess vegna er það ekki nefnt,“ segir framkvæmdastjóri Kringlukrárinnar. Vísir Þórdís Lilja Bergs og eiginmaður hennar gerðu sér glaðan dag og skelltu sér út að borða í hádeginu. Kringlukráin varð fyrir valinu og steikarsamloka pöntuð. Þórdísi brá hins vegar í brún skömmu eftir að hún hafði pantað. Þá fékk hún að vita að steikarsamlokan væri alls ekki með nautakjöti heldur hrossakjöti. „Það vita allir að það er nautakjöt í steikarsamloku,“ segir Þórdís. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún panti sér réttinn á veitingarstöðum bæjarins. Ekki hafi komið fram á matseðlinum að um hrossakjöt væri að ræða. Því hafi þau gert ráð fyrir að samlokan væri af hefðbundnu gerðinni, þ.e. með nautakjöti. Hún hafi ekki fengið að vita af hrossakjötinu fyrr en hún fór að spyrja þjóninn út í hvernig nautakjötið væri steikt. „Það eru svo margir sem borða ekki hross,“ segir Þórdís sem tilheyrir þeim hópi fólks. Hún hafi því pantað sér pizzu í staðinn en maðurinn hennar, sem fékk sér einmitt steikarsamloku á sama stað fyrir einhverjum mánuðum, hélt sig við pöntunina. Sú sem hann fékk þá hafði nefnilega bragðast ágætlega. Hið sama verður ekki sagt um þá sem borin var fram í hádeginu í dag að sögn Þórdísar.Boðið 10 prósenta afsláttur „Brauðið var brennt og sneiðin ofurskorpin og þunn. Hún var þurrari en allt,“ segir Þórdís Lilja. Eiginmaður hennar var ekki par sáttur, stóð upp um leið og hann sá kjötið og ræddi málin við þjóninn. „Það var ekki eins og hann hafi borðað allan réttinn og svo kvartað,“ segir Þórdís. Henni blöskraði enn frekar þegar þau bjuggu sig undir að yfirgefa veitingastaðinn. Hjónin ræddu málin við þjóninn og áttu, að sögn Þórdísar, ekki von á því að þurfa að borga fyrir steikarsamlokuna sem að þeirra sögn var ekki hæfur jafngóðu veitingahúsi og Kringlukráin eigi að heita. „Nei, þá fengum við 10 prósent afslátt!“ Aðspurð hvernig pizzan hafi bragðast segir Þórdís hana hafa verið ágæta. Það sé reyndar erfitt að klúðra pizzu.Hluti af matseðli Kringlukrárinnar.Ekki að fela neitt Sophus Sigþórsson, framkvæmdastjóri Kringlukrárinnar, segir í samtali við Vísi að hann hafi heyrt af málinu. Það var hins vegar hans skilningur að þjónninn hefði tilkynnt þeim um hrossakjötið að fyrra bragði ólíkt því sem Þórdís og eiginmaður hennar fullyrða. Raunar sé um að ræða folaldafillet. „Það er engin skilgreining sem segir að það eigi að vera nautakjöt í steikarsamloku,“ segir Sophus. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegast að upplýsa á matseðlinum að hrossakjöt eða folaldafillet væri í steikarsamlokunni ítrekar Sophus að staðurinn sé alls ekki að reyna að fela neitt. Yfirleitt sé fólki sagt hvernig kjöt sé í samlokunni.Fyrsta skipti sem athugasemd er gerð Á matseðli Kringlukrárinnar heitir rétturinn „Steikarsamloka Bernaise með sveppum, svissuðum lauk & frönskum kartöflum.“. Hins vegar er boðið upp á meðal annars klúbbsamloku þar sem tilgreint er á matseðlinum að kjúklingur sé kjötið í samlokunni. Væri ekki auðveldast að bæta þeim upplýsingum við matseðilinn fólki til upplýsingar? „Við getum ráðið því hvaða kjöt er í steikarsamloku. Þess vegna er það ekki nefnt,“ segir Sophus. Aðspurður hvort þeir skipti reglulega út kjöttegundum í steikarlokunni segir Sophus folaldafillet hafa verið á boðstólnum undanfarin misseri. Annars sé það yfirkokksins að svara fyrir það. Sophus minnir á að veitingastaðurinn sé með kokka í fremstu röð og hafi verið rekinn á sömu kennitölu í 25 ár. Þetta sé í fyrsta skipti sem nokkur geri athugasemd við að borið sé fram hrossakjöt í steikarsamlokum staðarins. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Þórdís Lilja Bergs og eiginmaður hennar gerðu sér glaðan dag og skelltu sér út að borða í hádeginu. Kringlukráin varð fyrir valinu og steikarsamloka pöntuð. Þórdísi brá hins vegar í brún skömmu eftir að hún hafði pantað. Þá fékk hún að vita að steikarsamlokan væri alls ekki með nautakjöti heldur hrossakjöti. „Það vita allir að það er nautakjöt í steikarsamloku,“ segir Þórdís. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún panti sér réttinn á veitingarstöðum bæjarins. Ekki hafi komið fram á matseðlinum að um hrossakjöt væri að ræða. Því hafi þau gert ráð fyrir að samlokan væri af hefðbundnu gerðinni, þ.e. með nautakjöti. Hún hafi ekki fengið að vita af hrossakjötinu fyrr en hún fór að spyrja þjóninn út í hvernig nautakjötið væri steikt. „Það eru svo margir sem borða ekki hross,“ segir Þórdís sem tilheyrir þeim hópi fólks. Hún hafi því pantað sér pizzu í staðinn en maðurinn hennar, sem fékk sér einmitt steikarsamloku á sama stað fyrir einhverjum mánuðum, hélt sig við pöntunina. Sú sem hann fékk þá hafði nefnilega bragðast ágætlega. Hið sama verður ekki sagt um þá sem borin var fram í hádeginu í dag að sögn Þórdísar.Boðið 10 prósenta afsláttur „Brauðið var brennt og sneiðin ofurskorpin og þunn. Hún var þurrari en allt,“ segir Þórdís Lilja. Eiginmaður hennar var ekki par sáttur, stóð upp um leið og hann sá kjötið og ræddi málin við þjóninn. „Það var ekki eins og hann hafi borðað allan réttinn og svo kvartað,“ segir Þórdís. Henni blöskraði enn frekar þegar þau bjuggu sig undir að yfirgefa veitingastaðinn. Hjónin ræddu málin við þjóninn og áttu, að sögn Þórdísar, ekki von á því að þurfa að borga fyrir steikarsamlokuna sem að þeirra sögn var ekki hæfur jafngóðu veitingahúsi og Kringlukráin eigi að heita. „Nei, þá fengum við 10 prósent afslátt!“ Aðspurð hvernig pizzan hafi bragðast segir Þórdís hana hafa verið ágæta. Það sé reyndar erfitt að klúðra pizzu.Hluti af matseðli Kringlukrárinnar.Ekki að fela neitt Sophus Sigþórsson, framkvæmdastjóri Kringlukrárinnar, segir í samtali við Vísi að hann hafi heyrt af málinu. Það var hins vegar hans skilningur að þjónninn hefði tilkynnt þeim um hrossakjötið að fyrra bragði ólíkt því sem Þórdís og eiginmaður hennar fullyrða. Raunar sé um að ræða folaldafillet. „Það er engin skilgreining sem segir að það eigi að vera nautakjöt í steikarsamloku,“ segir Sophus. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegast að upplýsa á matseðlinum að hrossakjöt eða folaldafillet væri í steikarsamlokunni ítrekar Sophus að staðurinn sé alls ekki að reyna að fela neitt. Yfirleitt sé fólki sagt hvernig kjöt sé í samlokunni.Fyrsta skipti sem athugasemd er gerð Á matseðli Kringlukrárinnar heitir rétturinn „Steikarsamloka Bernaise með sveppum, svissuðum lauk & frönskum kartöflum.“. Hins vegar er boðið upp á meðal annars klúbbsamloku þar sem tilgreint er á matseðlinum að kjúklingur sé kjötið í samlokunni. Væri ekki auðveldast að bæta þeim upplýsingum við matseðilinn fólki til upplýsingar? „Við getum ráðið því hvaða kjöt er í steikarsamloku. Þess vegna er það ekki nefnt,“ segir Sophus. Aðspurður hvort þeir skipti reglulega út kjöttegundum í steikarlokunni segir Sophus folaldafillet hafa verið á boðstólnum undanfarin misseri. Annars sé það yfirkokksins að svara fyrir það. Sophus minnir á að veitingastaðurinn sé með kokka í fremstu röð og hafi verið rekinn á sömu kennitölu í 25 ár. Þetta sé í fyrsta skipti sem nokkur geri athugasemd við að borið sé fram hrossakjöt í steikarsamlokum staðarins.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent