Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ökumaðurinn er alvarlega slasaður.
Ökumaðurinn er alvarlega slasaður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson/loftmyndir
Ökumaðurinn sem slasaðist alvarlega eftir árekstur tveggja bíla við Rauðavatn í Reykjavík í gærkvöldi liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans. Honum er haldið sofandi en mun ekki vera í lífshættu. Þetta staðfestir vakthafandi læknir á gjörgæsludeild. 

Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús skömmu eftir áreksturinn en bílstjóri hins bílsins slasaðist lítillega. Mikil hálka og krapi var á slysstaðnum.

Bílarnir komu úr gagnstæðri átt, en bílstjórarnir voru báðir einir í bílunum.

Uppfært klukkan 16

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt að ökumaðurinn væri í lífshættu. Það mun ekki vera rétt. Eru ættingjar og aðrir lesendur beðnir afsökunar á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×