Heildarvelta Smáþjóðaleikanna meira en 600 milljónir króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 16:00 Lárus L. Blöndal, Dagur B. Eggertsson og Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Mynd/ÍSÍ Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneyti undirrituðu í dag föstudaginn 13. febrúar samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleikanna. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1.200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra. Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana. Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
Forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal, borgarstjóri Dagur B. Eggertsson og mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson undirrituðu í dag samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleika 2015. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneyti undirrituðu í dag föstudaginn 13. febrúar samstarfssamninga vegna Smáþjóðaleikanna. Undirritunin fór fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Framlag Reykjavíkurborgar er í formi leigukostnaðar vegna íþróttamannvirkja og endurnýjunar og viðhalds áhalda í keppnismannvirkjum. Framlag ríkisins vegna Smáþjóðaleikanna á fjárlögum 2014 og 2015 er alls 100 m.kr. Bæði ríki og Reykjavíkurborg eiga fulltrúa í skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna og hafa þeir komið að undirbúningi leikanna með virkum hætti. Kostnaðaráætlun Smáþjóðaleikanna er tæpar 600 milljónir króna. Tekjur leikanna felast í þátttökugjöldum, styrkjum frá ólympíuhreyfingunni, samstarfsaðilum og opinberum aðilum. Auk þess koma á eigin vegum til landsins margir fulltrúar íþróttahreyfinga viðkomandi þátttökuþjóða, fjölskyldumeðlimir íþróttamanna, blaðamenn og þjóðhöfðingjar. Þessir aðilar kaupa m.a. flugfargjöld, hótelgistingu, mat, akstur og skoðunarferðir. Heildarvelta Smáþjóðaleikanna er því umtalsvert hærri en 600 millj. kr. Þá má ekki gleyma ómetanlegu framlagi sjálfboðaliða en gert er ráð fyrir því að það verði alls 1.200 sjálfboðaliðar sem starfa við ýmis verk á leikunum og í aðdraganda þeirra. Nú þegar eru tíu fyrirtæki orðin Gullsamstarfsaðilar leikanna. Stuðningur samstarfsaðila, fyrirtækja og opinberra aðila, skiptir sköpum fyrir framkvæmd leikanna. Án þeirra væri ekki hægt að halda leikana.
Íþróttir Mið-Austurlönd Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira