Heimilt að sjá gosið úr tíu kílómetra fjarlægð Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2015 19:52 Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit skipuleggja nú jeppaferðir um Ódáðahraun langleiðina að Holuhrauni eftir að almannavarnir minnkuðu bannsvæðið umhverfis gosstöðvarnar. Leyft er að fara á útsýnisstað um tíu kílómetra frá gígnum. Stór hluti hálendisins norðan Vatnajökuls hefur verið bannsvæði undanfarið hálft ár en nú segja almannavarnir að dregið hafi það mikið úr eldgosinu að óhætt sé að minnka lokunarsvæðið. Enn er þó talin hætta á hlaupi um farveg Jökulsár á Fjöllum og því er almenningi áfram bannað að aka leiðina frá Möðrudal. Þá er öll umferð áfram bönnuð um Öskjuleið frá Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Fólki leyfist hins vegar núna að nálgast gosstöðvarnar með því að fara leiðir vestan Öskju, til dæmis jeppaslóða sem liggur frá Mývatni um Ódáðahraun og að útsýnisstað sunnan við fjallið Kattbeking. Nýtt hættumat, sem kynnt var í dag, setur þann stað utan bannsvæðis. Leiðin um Ódáðahraun liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni. Leiðin úr Möðrudal er aðeins opin fyrir þá sem fá sérstakt leyfi almannavarna.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Oddviti Mývetninga, Yngvi Ragnar Kristjánsson, benti raunar á þennan möguleika strax í haust og ók þá þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar. Hann segir að frá hól einum sunnan Kattbekings hafi eldgosið blasað við. Yngvi Ragnar kvaðst í samtali við Stöð 2 í dag vita til þess að 4-5 ferðaþjónustuaðilar fyrir norðan væru þegar byrjaðir að skipuleggja jeppaferðir þessa leið. Hann segir jeppafæri nú mjög gott, áætlar þetta um tveggja stunda akstur úr Mývatnssveit. Veðurspáin sé hins vegar leiðinleg fyrir helgina og býst hann ekki við að menn fari fyrstu ferðir fyrr en eftir helgi.Horft til gosstöðvanna frá útsýnisstaðnum sunnan Kattbekings.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson.Almannavarnir vara menn þó við því að gasmengun frá eldstöðinni geti enn verið mikil utan við lokunarsvæðið. Menn eru því hvattir til að sýna ítrustu varfærni, vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað og kynna sér spár um gasdreifingu á vefsíðu Veðurstofunnar áður en lagt er í hann. Tengdar fréttir Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45 Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit skipuleggja nú jeppaferðir um Ódáðahraun langleiðina að Holuhrauni eftir að almannavarnir minnkuðu bannsvæðið umhverfis gosstöðvarnar. Leyft er að fara á útsýnisstað um tíu kílómetra frá gígnum. Stór hluti hálendisins norðan Vatnajökuls hefur verið bannsvæði undanfarið hálft ár en nú segja almannavarnir að dregið hafi það mikið úr eldgosinu að óhætt sé að minnka lokunarsvæðið. Enn er þó talin hætta á hlaupi um farveg Jökulsár á Fjöllum og því er almenningi áfram bannað að aka leiðina frá Möðrudal. Þá er öll umferð áfram bönnuð um Öskjuleið frá Hrossaborg á Mývatnsöræfum. Fólki leyfist hins vegar núna að nálgast gosstöðvarnar með því að fara leiðir vestan Öskju, til dæmis jeppaslóða sem liggur frá Mývatni um Ódáðahraun og að útsýnisstað sunnan við fjallið Kattbeking. Nýtt hættumat, sem kynnt var í dag, setur þann stað utan bannsvæðis. Leiðin um Ódáðahraun liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni. Leiðin úr Möðrudal er aðeins opin fyrir þá sem fá sérstakt leyfi almannavarna.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Oddviti Mývetninga, Yngvi Ragnar Kristjánsson, benti raunar á þennan möguleika strax í haust og ók þá þessa leið í fylgd lögreglu og björgunarsveitar. Hann segir að frá hól einum sunnan Kattbekings hafi eldgosið blasað við. Yngvi Ragnar kvaðst í samtali við Stöð 2 í dag vita til þess að 4-5 ferðaþjónustuaðilar fyrir norðan væru þegar byrjaðir að skipuleggja jeppaferðir þessa leið. Hann segir jeppafæri nú mjög gott, áætlar þetta um tveggja stunda akstur úr Mývatnssveit. Veðurspáin sé hins vegar leiðinleg fyrir helgina og býst hann ekki við að menn fari fyrstu ferðir fyrr en eftir helgi.Horft til gosstöðvanna frá útsýnisstaðnum sunnan Kattbekings.Mynd/Yngvi Ragnar Kristjánsson.Almannavarnir vara menn þó við því að gasmengun frá eldstöðinni geti enn verið mikil utan við lokunarsvæðið. Menn eru því hvattir til að sýna ítrustu varfærni, vera með viðeigandi viðvörunar- og hlífðarbúnað og kynna sér spár um gasdreifingu á vefsíðu Veðurstofunnar áður en lagt er í hann.
Tengdar fréttir Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45 Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Lögreglustjóri segir að ákvarðanir verði byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu. 20. janúar 2015 18:45
Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00