Travolta sagður ekki þora úr Vísindakirkjunni af ótta við upplýsingaleka Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 11:40 John Travolta er einn af frægustu meðlimum Vísindakirkjunnar. Getty Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“ Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Heimildarmynd um Vísindakirkjuna, sem nefnist Going Clear: Scientology and the Prison of Belief, var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í gær og hefur hlotið mikið lof áhorfenda. Myndin er byggð á samnefndri bók Pulitzer-verðlaunahafans Lawrence Wright en leikstjóri myndarinnar er Óskarsverðlaunahafinn Alex Gibney. Myndin byrjar á frásögn Óskarverðlaunaleikstjórans Paul Haggis, sem hlaut Óskarinn fyrir kvikmyndina Crash, þar sem hann lýsir því hvernig hann gekk í Vísindakirkjuna á áttunda áratug síðustu aldar, þá ástsjúkur og leitandi ungur maður. Leikstjórinn Gibney ræðir einnig ræðir einnig við nokkra einstaklinga sem gegndu áður ábyrgðarstöðu innan krikjunnar en þeir reyna að útskýra fyrir áhorfendum hvers vegna Vísindakirkjan leggur svo mikið á sig til að laða frægt fólk inn í söfnuðinn. Á meðal frægustu fylgjenda kirkjunnar eru leikararnir Tom Cruise og John Travolta en myndinni er getgátur um að Travolta sé nauðbeygður til að vera í kirkjunni sökum þess hve mikið hún veit um hann. Eitt af helstu markmiðum kirkjunnar út á við er að losa einstaklinga við sálræn ör og er það gert í gengum viðtalsferli sem er kallað auditing en í gegnum þetta viðtalsferli á Vísindakirkjan að hafa fengið upplýsingar um Travolta sem enginn veit og hann sagður ekki þora því að ganga úr söfnuðinum af ótta við að þær kæmust í umferð. Tom Cruise er sagður hafa reynt að fjarlægjast kirkjuna á tíunda áratug síðustu aldar en í myndinni er því fleygt fram að kirkjan hafi unnið markvisst í því að eyðileggja hjónaband hans og Nicole Kidman en leikkonan er sögð hafa haft miklar efasemdir í garð kirkjunnar. Þá er reynt að svara þeirri spurningu af hverju fólk gengur í þennan söfnuð en í myndinni kemur fram að kirkjan kynni sig sem verkfæri til að hjálpa einstaklingum að lifa betra og innihaldsríkara lífi. Þeir sem ganga í kirkjuna fá ekki að vita í upphafi hver trúin í rauninni er og fá fæstir að vita það. Þegar þú hefur hins vegar náð að hreinsa þig af sálrænum örum en takmarkið er að ná fullkomnun og geta hafið sig yfir efni, orku, tíma og rúm. Þá er viðkomandi orðinn Operating Thetan og fær þá að rýna í handskrifaðan texta stofnanda kirkjunnar, L. Ron Hubbard, þar sem hann útskýrir sögu mannkynsins. Þegar Paul Haggis fékk að lesa þessi skrif hélt hann að það væri einhverskonar próf. „Kannski var verið að kanna hvort ég væri geðveikur? Ef ég trúi þessu, þá reka þeir þig út?“
Tengdar fréttir Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Vísindakirkjan svindlaði sér inn í Superbowl Sjónvarpsáhorfendur á vissum svæðum sáu því auglýsingu Vísindakirkjunnar í hálfleik en hún er nokkuð vel gerð, sérhönnuð til að blekkja kjána og eins og annað sem frá kirkjunni kemur, - algjört rugl frá upphafi til enda. 3. febrúar 2014 14:25