Krakkar, hvað á þessi að heita? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2015 11:00 Lukkudýr Smáþjóðaleikanna. Mynd/iceland2015.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að menn ætli að leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Hver bekkur fær að senda inn eitt nafn en þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins en sá bekkur sem vinnur fær meðal annars gefins tölvubúnað til skólans að verðmæti 100.000 krónur. Lukkudýrið er myndað úr efnum úr íslenskri náttúru en þar er á ferðinni gosdropi úr eldgosi sem hefur ís á halanum, mosa á búknum og stuðlaberg á fótunum.Fréttatilkynningin:Efnt er til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015.Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Skila inn nafni fyrir 5. febrúar og nafnið kynnt 21. febrúar.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt.Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins.Reglur um nafnasamkeppni:Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.Vinningur:Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.Saga lukkudýrsinsÞað er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gosdropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft.Gosdropinn svífur í loftinu og lendir á jökli þar sem hann fær ís á halann sinn. Hann skoppar og þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn.Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Litli náttúrukrafturinn er orðinn að lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015. Lukkudýrið er mjög litríkt.Hárið er eldur úr eldgosi, höfuðið er sólin sjálf, búkurinn er úr mosa, halinn er þakinn ísmolum úr jökli, fótleggirnir eru úr vatni og loks stendur lukkudýrið vel á fótum úr stuðlabergi. Lukkudýrið er einnig lipurt og sterkt. Hægt fyrir neðan er hægt að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til. Íþróttir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna sem fara fram á Íslandi í júní næstkomandi. Í fréttatilkynningu kemur fram að menn ætli að leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Hver bekkur fær að senda inn eitt nafn en þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins en sá bekkur sem vinnur fær meðal annars gefins tölvubúnað til skólans að verðmæti 100.000 krónur. Lukkudýrið er myndað úr efnum úr íslenskri náttúru en þar er á ferðinni gosdropi úr eldgosi sem hefur ís á halanum, mosa á búknum og stuðlaberg á fótunum.Fréttatilkynningin:Efnt er til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015.Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Skila inn nafni fyrir 5. febrúar og nafnið kynnt 21. febrúar.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleikanna og leita til grunnskólabarna um hugmyndir. Um skemmtilegan leik er að ræða og vonandi sjá flestir skólar sér fært að taka þátt.Hér fyrir neðan eru helstu reglur keppninnar og saga lukkudýrsins.Reglur um nafnasamkeppni:Þátttökurétt eiga allir 4. – 7. bekkir í grunnskólum landsins.Hver bekkur kemur sér saman um eitt nafn.Tillögu um nafn ásamt rökstuðningi skal skilað með tölvupósti á info@iceland2015.is fyrir 5. febrúar þar sem fram kemur nafn bekkjar, skóla og ábyrgðarmanns.Tekið verður tillit til rökstuðnings með nafni – þ.e. af hverju á lukkudýrið að fá tiltekið nafn.Valnefnd skipuð fimm aðilum mun velja nafn á lukkudýrið úr innsendum tillögum. Ef margar tillögur koma inn með vinningsnafninu verður einn bekkur dreginn út og er sá vinningsbekkurinn.Laugardaginn 21. febrúar eru 100 dagar í leikana og þá verður nafn lukkudýrsins kynnt á blaðamannafundi ásamt sigurvegara nafnasamkeppninnar – dregið þann dag ef þarf.Vinningur:Tölvubúnaður til skólans að verðmæti 100.000 krónur frá Advania.Eitt lukkudýr til eignar fyrir hvern nemanda í bekknum.Lukkudýrið kemur í heimsókn í skólann.Heiðurinn af því að eiga hugmyndina að nafni lukkudýrsins.Saga lukkudýrsinsÞað er eldgos á Íslandi. Í eldgosinu má sjá hvar lítill gosdropi fæðist. Hann opnar augun og á sama tíma þeytist hann upp úr gosinu og upp í loft.Gosdropinn svífur í loftinu og lendir á jökli þar sem hann fær ís á halann sinn. Hann skoppar og þeytist aftur upp í loft og áfram yfir hraun og mosa þar sem hann fær mosafeldinn sinn.Hann lendir að lokum á stuðlabergi þar sem hann fær stuðlabergsskóna sína. Litli náttúrukrafturinn er orðinn að lukkudýri Smáþjóðaleikanna á Íslandi 2015. Lukkudýrið er mjög litríkt.Hárið er eldur úr eldgosi, höfuðið er sólin sjálf, búkurinn er úr mosa, halinn er þakinn ísmolum úr jökli, fótleggirnir eru úr vatni og loks stendur lukkudýrið vel á fótum úr stuðlabergi. Lukkudýrið er einnig lipurt og sterkt. Hægt fyrir neðan er hægt að skoða myndband af því hvernig lukkudýrið varð til.
Íþróttir Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sjá meira