Plássleysi í íslenskum fangelsum: Aldrei fleiri dómar fyrnst en í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 13. janúar 2015 19:01 Alls fyrndust 32 fangelsisdómar á liðnu ári vegna plássleysis í fangelsum. Árið 2013 fyrndust tuttugu dómar en Páll Winkel fangelsisstjóri segir í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að fangelsisyfirvöld hafi hreinlega ekki þekkt þetta ástand árin þar á undan. „Þetta felst einfaldlega í því að dómurinn er ekki fullnustaður,“ segir Páll. „Menn eru þá dæmdir í fangelsi en þeir þurfa að bíða svo lengi að þeir fara einfaldlega ekki inn.“Alvarleg brot á boðunarlistanum Fyrningartími dóma er eins og gefur að skilja mislangur eftir því hversu alvarleg brotin eru. Óskilorðsbundinn dómur allt að einu ári fyrnist á fimm árum en fjögurra ára fangelsisdómur fyrnist á tíu árum. Páll segir að enn sem komið er sé um að ræða „tiltölulega stutta“ dóma, til að mynda fyrir umferðarlagabrot. „Við forgangsröðum, þannig að við tökum þá sem eru virkir í brotum og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegri brot,“ segir Páll. „En vissulega eru á boðunarlistanum, þó dómarnir hafi ekki fyrnst, menn sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot. Eftir því sem plássum fækkar, því fleiri þurfa að bíða.“Refsingar þurfi að koma fljótt Biðlistar í fangelsi eru mjög langir og hafa fangelsisyfirvöld lengi kvartað yfir ástandinu. Nýtt fangelsi á að opna á Hólmsheiði seint í ár en aftur á móti þarf fangelsið á Kópavogsbraut að loka hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir vegna skorts á fjármagni. Páll tekur undir það að það sé varhugavert að afbrotamenn séu látnir bíða svo lengi eftir að geta afplánað dóm sinn. „Jú, það er varhugavert og kannski ekki síst ef maður veltir fyrir sér fræðunum sem slíkum,“ segir hann. „Til þess að refsingar nái árangri þurfa þær að koma mjög fljótt í kjölfar þess að viðkomandi er dæmdur. Menn verða að ná tengingunni.“ Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Alls fyrndust 32 fangelsisdómar á liðnu ári vegna plássleysis í fangelsum. Árið 2013 fyrndust tuttugu dómar en Páll Winkel fangelsisstjóri segir í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að fangelsisyfirvöld hafi hreinlega ekki þekkt þetta ástand árin þar á undan. „Þetta felst einfaldlega í því að dómurinn er ekki fullnustaður,“ segir Páll. „Menn eru þá dæmdir í fangelsi en þeir þurfa að bíða svo lengi að þeir fara einfaldlega ekki inn.“Alvarleg brot á boðunarlistanum Fyrningartími dóma er eins og gefur að skilja mislangur eftir því hversu alvarleg brotin eru. Óskilorðsbundinn dómur allt að einu ári fyrnist á fimm árum en fjögurra ára fangelsisdómur fyrnist á tíu árum. Páll segir að enn sem komið er sé um að ræða „tiltölulega stutta“ dóma, til að mynda fyrir umferðarlagabrot. „Við forgangsröðum, þannig að við tökum þá sem eru virkir í brotum og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegri brot,“ segir Páll. „En vissulega eru á boðunarlistanum, þó dómarnir hafi ekki fyrnst, menn sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot. Eftir því sem plássum fækkar, því fleiri þurfa að bíða.“Refsingar þurfi að koma fljótt Biðlistar í fangelsi eru mjög langir og hafa fangelsisyfirvöld lengi kvartað yfir ástandinu. Nýtt fangelsi á að opna á Hólmsheiði seint í ár en aftur á móti þarf fangelsið á Kópavogsbraut að loka hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir vegna skorts á fjármagni. Páll tekur undir það að það sé varhugavert að afbrotamenn séu látnir bíða svo lengi eftir að geta afplánað dóm sinn. „Jú, það er varhugavert og kannski ekki síst ef maður veltir fyrir sér fræðunum sem slíkum,“ segir hann. „Til þess að refsingar nái árangri þurfa þær að koma mjög fljótt í kjölfar þess að viðkomandi er dæmdur. Menn verða að ná tengingunni.“
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira