Plássleysi í íslenskum fangelsum: Aldrei fleiri dómar fyrnst en í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 13. janúar 2015 19:01 Alls fyrndust 32 fangelsisdómar á liðnu ári vegna plássleysis í fangelsum. Árið 2013 fyrndust tuttugu dómar en Páll Winkel fangelsisstjóri segir í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að fangelsisyfirvöld hafi hreinlega ekki þekkt þetta ástand árin þar á undan. „Þetta felst einfaldlega í því að dómurinn er ekki fullnustaður,“ segir Páll. „Menn eru þá dæmdir í fangelsi en þeir þurfa að bíða svo lengi að þeir fara einfaldlega ekki inn.“Alvarleg brot á boðunarlistanum Fyrningartími dóma er eins og gefur að skilja mislangur eftir því hversu alvarleg brotin eru. Óskilorðsbundinn dómur allt að einu ári fyrnist á fimm árum en fjögurra ára fangelsisdómur fyrnist á tíu árum. Páll segir að enn sem komið er sé um að ræða „tiltölulega stutta“ dóma, til að mynda fyrir umferðarlagabrot. „Við forgangsröðum, þannig að við tökum þá sem eru virkir í brotum og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegri brot,“ segir Páll. „En vissulega eru á boðunarlistanum, þó dómarnir hafi ekki fyrnst, menn sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot. Eftir því sem plássum fækkar, því fleiri þurfa að bíða.“Refsingar þurfi að koma fljótt Biðlistar í fangelsi eru mjög langir og hafa fangelsisyfirvöld lengi kvartað yfir ástandinu. Nýtt fangelsi á að opna á Hólmsheiði seint í ár en aftur á móti þarf fangelsið á Kópavogsbraut að loka hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir vegna skorts á fjármagni. Páll tekur undir það að það sé varhugavert að afbrotamenn séu látnir bíða svo lengi eftir að geta afplánað dóm sinn. „Jú, það er varhugavert og kannski ekki síst ef maður veltir fyrir sér fræðunum sem slíkum,“ segir hann. „Til þess að refsingar nái árangri þurfa þær að koma mjög fljótt í kjölfar þess að viðkomandi er dæmdur. Menn verða að ná tengingunni.“ Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Alls fyrndust 32 fangelsisdómar á liðnu ári vegna plássleysis í fangelsum. Árið 2013 fyrndust tuttugu dómar en Páll Winkel fangelsisstjóri segir í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að fangelsisyfirvöld hafi hreinlega ekki þekkt þetta ástand árin þar á undan. „Þetta felst einfaldlega í því að dómurinn er ekki fullnustaður,“ segir Páll. „Menn eru þá dæmdir í fangelsi en þeir þurfa að bíða svo lengi að þeir fara einfaldlega ekki inn.“Alvarleg brot á boðunarlistanum Fyrningartími dóma er eins og gefur að skilja mislangur eftir því hversu alvarleg brotin eru. Óskilorðsbundinn dómur allt að einu ári fyrnist á fimm árum en fjögurra ára fangelsisdómur fyrnist á tíu árum. Páll segir að enn sem komið er sé um að ræða „tiltölulega stutta“ dóma, til að mynda fyrir umferðarlagabrot. „Við forgangsröðum, þannig að við tökum þá sem eru virkir í brotum og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegri brot,“ segir Páll. „En vissulega eru á boðunarlistanum, þó dómarnir hafi ekki fyrnst, menn sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot. Eftir því sem plássum fækkar, því fleiri þurfa að bíða.“Refsingar þurfi að koma fljótt Biðlistar í fangelsi eru mjög langir og hafa fangelsisyfirvöld lengi kvartað yfir ástandinu. Nýtt fangelsi á að opna á Hólmsheiði seint í ár en aftur á móti þarf fangelsið á Kópavogsbraut að loka hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir vegna skorts á fjármagni. Páll tekur undir það að það sé varhugavert að afbrotamenn séu látnir bíða svo lengi eftir að geta afplánað dóm sinn. „Jú, það er varhugavert og kannski ekki síst ef maður veltir fyrir sér fræðunum sem slíkum,“ segir hann. „Til þess að refsingar nái árangri þurfa þær að koma mjög fljótt í kjölfar þess að viðkomandi er dæmdur. Menn verða að ná tengingunni.“
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira