Lífið

Djammaði með bróður Kate Middleton: „Hann var aðeins að klípa í rassinn á mér“

ingvar haraldsson skrifar
Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hitti James Middleton á djamminu um helgina.
Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir hitti James Middleton á djamminu um helgina. vísir/getty
Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir djammaði með James Middleton um helgina en hann er bróðir Kate Middleton, hertogaynjunnar af Cambridge og eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Ingibjörg segist hafa hitt James á Hressingarskálanum og ber honum að mestu söguna vel. „Hann var aðeins að klípa í rassinn á mér en var mikill herramaður að öðru leyti,“ segir Ingibjörg.

Ingibjörg segir James hafa verið með þremur öðrum mönnum.

„Þeir voru voða venjulegir og voru ekkert segja okkur hverjir þeir væru. Ég vissi ekkert hver þetta var en svo sagði einn vinur hans vinkonu minni hver þetta væri. Þá goggle-uðum við hann og föttuðum hver þetta var,“ segir Ingibjörg.

Hún segir vinkonurnar hafa skemmt sér fram eftir nótt með James á Hressingarskálanum en svo hafi þau bæði haldið sína leið.

Ingibjörg segir James og félaga hafa komið til landsins á föstudag en hann hugðist halda af landi brott í dag. Þá hafi hópurinn gist á 101 hótel um helgina. 

James Middleton er 27 ára gamall, fimm árum yngri en Kate. Hann rekur kökugerðarfyrirtækið Cake Kit Company sem býr til sérmerktar kökur fyrir afmæli og önnur tilefni. Þá las James ritningarorð í brúðkaupi Kate og Vilhjálms.

Þá hefur James verið duglegur að vekja athygli á stöðu lesblindra á Bretlandi en hann er sjálfur lesblindur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×