Lífið

Pippa Middleton á sjó yfir Verslunarmannahelgina

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Pippa var örugg við stýrið.
Pippa var örugg við stýrið. Mynd/DailyMail
Á meðan Íslendingar skemmtu sér á Þjóðhátíð, Mýrarbolta, Á einni með öllu eða Innipúkanum fór Pippa Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynjunnar af Cambridge, í kappsiglingu við Wighteyju sem liggur við Bretland.

Middleton fór í siglinguna ásamt UKSA sjóurum síðastliðinn sunnudag og brosti út að eyrum. Pippa greip í stýrið og virtist örugg við siglinguna. Hún klæddist ekki sömu hátískunni og hún er vön en vind- og vatnsheld föt fóru henni vel.

Í júní hjólaði Pippa þvert yfir Bandaríkin og safnaði í leiðinni um fjórum milljónum til styrktar Samtökum hjartveikra í Bandaríkjunum. Nýlega seldi hún hjólið sem hún hjólaði á til styrktar sama hópi. Hjólaferðin tók mánuð. 



.

.

.

.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×