Lífið

Hitti hetjurnar sínar í Los Angeles

Freyr Bjarnason skrifar
Hjólabrettakappinn opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á morgun.
Hjólabrettakappinn opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu á morgun. Fréttablaðið/Stefán
Hjólabrettakappinn Siggi P opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu í The Coocoo's Nest á Grandagarði á morgun. Hún nefnist Reykjavík Los Angeles og er samansett af stórum svarthvítum filmuljósmyndum.

Eins og nafnið gefur til kynna var hluti myndanna tekinn í Los Angeles. „Ég fór í hjólabrettapílagrímsferð í mánuð til að hitta hetjurnar,“ segir Siggi, eða Sigurður Páll Pálsson og á þar við hetjur sínar úr hjólabrettabransanum.

Þar á meðal voru Jason Dill, Guy Mariano og Anthony Van Engelen. „Það var mjög gaman og rosalega mikil upplifun. Við vorum bara að spjalla og „skeita“.“

Siggi hefur stundað hjólabrettaíþróttina í tíu ár og segir senuna hér hafa stækkað mikið. „Það er alveg rosalega mikið af krökkum byrjaðir að „skeita“. Þetta er að stækka eins og ég veit ekki hvað.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×