Matur

Súkkulaði-, berja- og rauðrófuþeytingur

Rikka skrifar

Það er á þessu tíma árs sem að flestir ávaxta- og grænmetisþeytinga er neytt enda kærkomin tilbreyting frá ofhlöðnum hátíðarveisluborðum.

Í þessum súkkulaði-, berja- og rauðrófuþeyting er að finna rauðrófur, eins og nafnið gefur til kynna, en þær eru bráðhollar og lifrarhreinsandi auk þess sem að þær styrkja járnbúskap líkamans. Þar sem rauðrófur eiga það til að lita fingurna þegar unnið er með þær er best að vera í plasthönskum, skera þær svo í litla bita og geyma í frysti svo að ekki þurfi að skera þær ferskar í hvert skipti sem þarf að nota þær. 

Súkkulaði-, berja- og rauðrófuþeytingur

fyrir 2

50 g hráir rauðrófubitar
1 banani
100 g frosin jarðarber
250 ml kókosvatn
100 ml vatn
1 skammtur súkkulaðiprótín

Blandið öllu vel saman og drekkið með bestu lyst.


Tengdar fréttir

Fallegur morgunsafi

Hollur og hreinsandi safi sem er einnig einstaklega bragðgóður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.