Heilsa

Töfrandi hressingadrykkur

Rikka skrifar
visir/sæunn ingibjörg

Þessi töfrandi hressingardrykkur er frekar auðmeltur og þynnri en margir aðrir þeytingar, sem gerir hann líkari svaladrykk en máltíð. Fullkomið millimál eða hressing hvenær sem er.Frískandi andoxunarsafi

1,5 dl gulrótarsafi, helst nýpressaður

1,5 dl haframjólk

1 dl frosið mangó

1 dl bláber

1 msk safi úr límónu

1 msk hampfræ

1 msk NOW Fruit & Greens ofurduftSetjið allt saman í blandara og blandið vel saman þar til að blandan verður silkimjúk og freyðandi. Lokaðu augunum, taktu stóran sopa og finndu hvernig orkan hríslast um æðarnar. 

Fleiri dásamlegar uppskriftir er að finna á Hugmyndir að hollustu

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Sparidrykkur

Þessi drykkur er mjög gómsætur og er einnig fullur af næringu og orku.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.