Heilsa

Ljúffengur hafra og möndlu þeytingur

visir/getty

Þessi þeytingur er mjög bragðgóður og smakkast nánast eins og sælgæti. Hann er þó án sykurs og er tilvalinn í stað óhollra sætinda þegar löngunin í eitthvað sætt hellist yfir. Ekki skemmir fyrir að hann er stútfullur af næringu og er mjög seðjandi.Uppskrift:1/2 bolli möndlumjólk(venjuleg eða með vanillu)

1 frosinn banani

1/4 bolli hafrar

1 tsk chia fræ

1/2 tsk kanill

2 tsk vanilla extract duft

1 msk möndlusmjörBlandið öllum hráefnunum saman í blandara á hæstu stillingu. Gott er að bæta klökum við í lokin.

Drekkið og njótið!

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fallegur morgunsafi

Hollur og hreinsandi safi sem er einnig einstaklega bragðgóður.

Sparidrykkur

Þessi drykkur er mjög gómsætur og er einnig fullur af næringu og orku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.