14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2015 10:23 Snædís Birta er hér til vinstri. Vísir/facebook/getty/skjáskot „Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Þú ert ógeð, hengdu þig, fokking mellan þín, fokk dreptu þig, ert ógeðslega ljót, þú ert fokking misheppnuð.“ Þetta eru orð sem Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur þurft að lesa um sig á netinu. Hún tjáði sig um eineltið í samtali við Pressuna í gær. Drífa Viðarsdóttir og Ásgeir Örn Ásgeirsson, foreldrar Snædísar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta var algjört högg í magann og maður er bara orðlaus og í raun og veru algjörlega bjargarlaus, því það er svo lítið sem við sem foreldrar getum gert í þessu,“ segir Drífa. Dóttir hennar hefur fengið þessi skilaboð frá fólki í nafnleynd. „Við vitum ekki hver er að senda þessi skilaboð, þetta getur verið einn einstaklingur eða margir krakkar.“Hrósar unga drengnum Ásgeir segir að einn drengur í bekknum hafi fengið nóg og tilkynnt eineltið til móður sinnar. Hún hafi því næst farið með málið inn í skólann og rætt við kennarann. Snædís hefur verið lögð í einelti síðan hún var 9 ára. Nú fer eineltið að stórum hluta fram á samfélagsmiðlum og á síðunni ask.fm. „Dóttir okkar birgir þetta bara inni í sér og segir okkur ekkert frá þessu. Hún vildi ekki að við yrðum reið,“ segir Ásgeir. Drífa segir að ungu drengurinn sem tilkynnti málið eigi hrós skilið.Meiðir fólk og er ofbeldi „Foreldar út í bæ þekkja ekkert þessar síður. Svona er nútímaeinelti í dag. Skilaboðunum er beint til hennar en allir sem eru virkir á síðunni geta lesið þau,“ segir Drífa. Þau hafi um leið farið með málið á borð lögreglu. „Okkar reiði var gríðarleg. Lögreglumaðurinn segir þá við okkur að það sé ekki hægt að rekja þessar færslur og því lítið hægt að gera. Ég vil bara segja við þá krakka sem eru að hlusta núna, hugsið aðeins um það hvað þið setjið á netið. Þetta getur meitt fólk og þetta er ofbeldi.“ Drífa segir að skólinn hafi tekið mjög vel á málinu. „Í dag er fyrsti skóladagurinn hjá henni og vissulega er hún kvíðin en ég veit að hún er með stuðning þar,“ segir Drífa. Rætt verður við Snædísi Birtu í þættinum Ísland í dag annað kvöld.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira