Eygló er sátt við framlög til húsnæðismála Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. september 2015 19:20 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vísar á bug allri gagnrýni á húsnæðisliðinn í fjárlagafrumvarpinu og segist mjög sátt. Hún segir að bæði stjórnarandstaðan og verkalýðshreyfingin eigi eftir að sjá miklar breytingar í þessum málaflokki á næstu árum. „Við erum núna að gera eins og við lofuðum að huga að leigumarkaðnum eins og við töluðum um við aðila vinnumarkaðarins,“ segir Eygló. Horft sé til þess að byggja 2300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum. Þá sé verið að hækka húsnæðisstuðning til leigjenda á næstu tveimur árum og hækka frítekjumark leigusala. „Ég tel að fólk muni sjá verulegan mun þegar þessar aðgerðir ganga í gildi,“ segir Eygló. Gert er ráð fyrir 1500 milljónum til byggingar félagslegra íbúða á þessu ári en á sama tíma er skorið niður um 1500 milljónir í vaxtabótakerfinu. Húsaleigubætur hækka um 1100 milljónir en 400 milljónir eru sóttar til heimilda fyrra árs.Segir fyrirheitin svikin Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að fyrirheit sem ríkisstjórnin gaf verkalýðshreyfingunni hafi verið svikin. „Það er alveg ljóst að hálfu verkalýðshreyfingarinnar að það er ekki verið að standa við samkomulag frá því í vor um byggingu 600 nýrra leiguíbúða á ári. Þegar maður horfir á fjárframlögin stingur það í augun að það verið að leggja upp með 1500 miljónir í viðbót, í félagslegt íbúðarhúsnæði, en af því að ríkisstjórnin verðbæti ekki viðmið vegna vaxtabóta og hækkandi tekna, þá sé ríkið að spara sér 1500 milljónir til vaxtabóta.“ Hann segir að þannig séu í raun engin ný útgjöld til húsnæðismála og meðaltekjufólkið sé að detta út úr vaxtabótakerfinu og í raun að greiða þessi framlög. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra vísar á bug allri gagnrýni á húsnæðisliðinn í fjárlagafrumvarpinu og segist mjög sátt. Hún segir að bæði stjórnarandstaðan og verkalýðshreyfingin eigi eftir að sjá miklar breytingar í þessum málaflokki á næstu árum. „Við erum núna að gera eins og við lofuðum að huga að leigumarkaðnum eins og við töluðum um við aðila vinnumarkaðarins,“ segir Eygló. Horft sé til þess að byggja 2300 leiguíbúðir á næstu fjórum árum. Þá sé verið að hækka húsnæðisstuðning til leigjenda á næstu tveimur árum og hækka frítekjumark leigusala. „Ég tel að fólk muni sjá verulegan mun þegar þessar aðgerðir ganga í gildi,“ segir Eygló. Gert er ráð fyrir 1500 milljónum til byggingar félagslegra íbúða á þessu ári en á sama tíma er skorið niður um 1500 milljónir í vaxtabótakerfinu. Húsaleigubætur hækka um 1100 milljónir en 400 milljónir eru sóttar til heimilda fyrra árs.Segir fyrirheitin svikin Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að fyrirheit sem ríkisstjórnin gaf verkalýðshreyfingunni hafi verið svikin. „Það er alveg ljóst að hálfu verkalýðshreyfingarinnar að það er ekki verið að standa við samkomulag frá því í vor um byggingu 600 nýrra leiguíbúða á ári. Þegar maður horfir á fjárframlögin stingur það í augun að það verið að leggja upp með 1500 miljónir í viðbót, í félagslegt íbúðarhúsnæði, en af því að ríkisstjórnin verðbæti ekki viðmið vegna vaxtabóta og hækkandi tekna, þá sé ríkið að spara sér 1500 milljónir til vaxtabóta.“ Hann segir að þannig séu í raun engin ný útgjöld til húsnæðismála og meðaltekjufólkið sé að detta út úr vaxtabótakerfinu og í raun að greiða þessi framlög.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira