Tvöfalda þarf fjölda rannsóknarlögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 10:31 Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að tvöfalda þurfi þann fjölda lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem vinna við rannsóknir. Nú séu þeir um fjörutíu talsins en þurfi að vera um áttatíu svo sinna megi öllum þeim málum sem koma upp. Fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra að öll lögregluumdæmi landsins telji takmarkaða möguleika á frumkvæðisvinnu vegna niðurskurðar á fjárveitingum. Það hefti til dæmis upplýsingaöflun um starfsemi skipulagðra brotahópa. „Við fáum mjög margar ábendingar inn og almenni lögreglumaðurinn bæði fær ábendingar og verður ýmiss var á vettvangsferðum sínum. Þannig að við erum með mikið af upplýsingum og rökstuddan grun um starfsemi sem við getum því miður ekki brugðist við því við höfum ekki nógu mikið af fólki og tækjum,“ segir Aldís sem var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Aldís HilmarsdóttirLögreglumönnum fækkað um 100 á átta árum Að hennar sögn hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu ekki verið fjölgað seinustu ár, þrátt fyrir til dæmis mikla fjölgun ferðamanna. Þvert á móti hefur lögreglumönnum fækkað um 100 frá árinu 2007 og fjárframlög minnkað á sama tíma um samtals milljarð króna. „Ég stýri rannsóknum og ef að við ættum að gera allt sem að við viljum gera, sinna öllum ábendingum og annað slíkt, þá þyrftum við að vera að minnsta kosti tvöfalt fleiri. Öll miðlæga rannsóknardeildin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur um fjörutíu manns. Þá erum við að tala um öll brot, kynferðisbrot, fjármunabrot, fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi.“ Aldís segir að álagið sé mjög mikið á alla lögreglumenn og vinnuslys og veikindi séu mjög tíð. Þá sé fólk að vinna mjög mikið fyrir lág laun en eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga eru lögreglumenn afar ósáttir við kjör sín og hafa meðal annars boðað til baráttufundar í Háskólabíói klukkan 17 í dag ásamt fleiri stéttarfélögum. Viljum við aðeins viðbragðslögreglu? Að mati Aldísar snýst málið um það hvernig samfélagi við viljum búa í. „Viljum við hafa lögreglu sem er bara í viðbragði? Sem er bara að bregðast við því sem kemur upp? Þegar búið er að flytja inn fíkniefnin, þegar búið er að ganga í skrokk á þessum manni eða viljum við geta unnið að þessu fyrr? Þá er ég ekki að tala um forvirkar rannsóknarheimildir heldur þegar uppi er rökstuddur grunur um brot.“ Tengdar fréttir Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55 Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00 Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að tvöfalda þurfi þann fjölda lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu sem vinna við rannsóknir. Nú séu þeir um fjörutíu talsins en þurfi að vera um áttatíu svo sinna megi öllum þeim málum sem koma upp. Fram kemur í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra að öll lögregluumdæmi landsins telji takmarkaða möguleika á frumkvæðisvinnu vegna niðurskurðar á fjárveitingum. Það hefti til dæmis upplýsingaöflun um starfsemi skipulagðra brotahópa. „Við fáum mjög margar ábendingar inn og almenni lögreglumaðurinn bæði fær ábendingar og verður ýmiss var á vettvangsferðum sínum. Þannig að við erum með mikið af upplýsingum og rökstuddan grun um starfsemi sem við getum því miður ekki brugðist við því við höfum ekki nógu mikið af fólki og tækjum,“ segir Aldís sem var í spjalli í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Aldís HilmarsdóttirLögreglumönnum fækkað um 100 á átta árum Að hennar sögn hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu ekki verið fjölgað seinustu ár, þrátt fyrir til dæmis mikla fjölgun ferðamanna. Þvert á móti hefur lögreglumönnum fækkað um 100 frá árinu 2007 og fjárframlög minnkað á sama tíma um samtals milljarð króna. „Ég stýri rannsóknum og ef að við ættum að gera allt sem að við viljum gera, sinna öllum ábendingum og annað slíkt, þá þyrftum við að vera að minnsta kosti tvöfalt fleiri. Öll miðlæga rannsóknardeildin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur um fjörutíu manns. Þá erum við að tala um öll brot, kynferðisbrot, fjármunabrot, fíkniefnabrot, skipulagða brotastarfsemi.“ Aldís segir að álagið sé mjög mikið á alla lögreglumenn og vinnuslys og veikindi séu mjög tíð. Þá sé fólk að vinna mjög mikið fyrir lág laun en eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga eru lögreglumenn afar ósáttir við kjör sín og hafa meðal annars boðað til baráttufundar í Háskólabíói klukkan 17 í dag ásamt fleiri stéttarfélögum. Viljum við aðeins viðbragðslögreglu? Að mati Aldísar snýst málið um það hvernig samfélagi við viljum búa í. „Viljum við hafa lögreglu sem er bara í viðbragði? Sem er bara að bregðast við því sem kemur upp? Þegar búið er að flytja inn fíkniefnin, þegar búið er að ganga í skrokk á þessum manni eða viljum við geta unnið að þessu fyrr? Þá er ég ekki að tala um forvirkar rannsóknarheimildir heldur þegar uppi er rökstuddur grunur um brot.“
Tengdar fréttir Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55 Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00 Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55
Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00
Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42