Hinir ósnertanlegu í kannabisræktun á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2015 14:36 Kannabisræktun er svo blómleg hér á landi að lögreglan segist hafa vísbendingar um að framleiðendur séu farnir að skoða útflutning. Vísir/GVA „Þó svo að vitneskjan um að þeir stundi þessa framleiðslu sé til staðar, þá nægir það ekki eitt og sér til að handtaka þá,“ segir Ásgeir Karlsson, úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi um nokkra aðila hér á landi sem lögreglan veit að standa fyrir umtalsverðri kannabisræktun. Þeirra er getið í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Að því er fram kemur í skýrslunni er kannabisræktun á Íslandi afar blómleg, svo blómleg að greiningardeildin telur kannabismarkaðinn hér á landi sjálfbæran og virðist innflutningur á þessum efnum hafa lagst af. Framleiðslunni hefur fleygt svo fram að hún virðist uppfylla þarfir stækkandi markaðar, bæði hvað varðar magn og gæði efnisins, og segist greiningardeildin hafa fyrir hendi vísbendingar um að framleiðendur kunni að huga að útflutningi á framleiðslu sinni. Grunsemdir hafa verið fyrir hendi um nokkurt skeið en engar sannanir liggja fyrir um útflutning. Samkvæmt greiningardeildinni standa nokkrir aðilar að umtalsverðri kannabisræktun hér á landi. Eru þeir sagðir fá aðra til að sinna ræktuninni og hafa af henni verulegar tekjur.Ásgeir Karlsson úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra. Vísir/PjeturVerður að vera rökstuddur grunur Spurning sem eftir stendur við lestur á skýrslunni er sú hvers vegna þessir nokkrir aðilar komast upp með að standa fyrir umtalsverðri kannabisframleiðslu hér á landi ef lögreglan veit af þeim og minnist á þá í þessari skýrslu? Af hverju eru þeir ekki einfaldlega handteknir? Ásgeir Karlsson segir málið ekki svo einfalt. „Þú verður að gruna þá um tiltekið brot og þegar um kannabisframleiðslu er að ræða, vita hvar ræktunin er niðurkomin, þá ertu kominn með ákveðið brot til að rannsaka,“ svarar Ásgeir. „Við höfum þessa vitneskju bæði vegna þess að fyrri rannsóknir hafa sýnt að viðkomandi er alltaf að koma við sögu í svona málum og eins eru ábendingar sem koma utan frá um þetta og hitt. Það eitt og sér nægir ekki til að fara og handtaka fólk, það verður að liggja fyrir rökstuddur grunur um tiltekið brot. Þetta er skýringin á þessu af hverju þetta er orðað með þessum hætti. Það eru nokkrir aðilar sem vitað er um að séu að stunda þessa framleiðslu en þú verður að vita hvar nákvæmlega ræktunin fer fram og þess háttar til að fara og handtaka menn.“Leppar taka skellinn Í skýrslunni er tekið fram að sömu einstaklingarnir koma ítrekað við sögu í samstarfi mismunandi hópa. Oftast er um þrjá til fjóra menn að ræða sem koma að hverri ræktun og hefur hver sitt hlutverk, allt frá því að fjármagna þær yfir í að taka skellinn ef upp kemst.Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna.Vísir/ValliRæktunin fer fram í húsnæði af öllu tagi, meðal annars í fjölbýlishúsum þar sem íbúðir eru teknar á leigu undir ræktanir, einbýlishúsum, sumarbústöðum, iðnaðarhúsnæði, sveitabæjum, földum rýmum í fyrirtækjum og víðar. Er þróunin í þá átt að fjölga ræktunum en minnka umfang hverrar fyrir sig og minnka þannig áhættu þeirra sem í hlut eiga. Er það rakið til þess að viðurlög miðast við fjölda plantna í framleiðslu. Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna og því getur það reynst lögreglunni erfitt að rekja slóð fjármagnsins og tengja þessar ræktanir við þessa nokkra aðila sem greiningardeildin minnist á.Engin sérstök klókindi „Oft á tíðum getur það reynst erfitt því sönnunarbyrðin getur oft verið snúin, tala nú ekki um að það sé ákveðið fyrir fram að einn taki á sig skellinn. Þá auðveldar það ekki rannsóknina,“ segir Ásgeir sem segir engin sérstök klókindi á bak við þetta. „Oft á tíðum kemur ábending um að það fari mögulega fram ræktun á tilteknum stað. Síðan er það sannreynt þá eru náttúrlega þeir sem koma þar við sögu búnir að ákveða að taka á sig sökina. Þá er kannski ekki hægt að teygja sig lengra ef það eru ekki fastar sannanir í hendi að einhverjir aðrir eiga þetta.“ Tengdar fréttir Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55 Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00 Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Þó svo að vitneskjan um að þeir stundi þessa framleiðslu sé til staðar, þá nægir það ekki eitt og sér til að handtaka þá,“ segir Ásgeir Karlsson, úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi um nokkra aðila hér á landi sem lögreglan veit að standa fyrir umtalsverðri kannabisræktun. Þeirra er getið í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Að því er fram kemur í skýrslunni er kannabisræktun á Íslandi afar blómleg, svo blómleg að greiningardeildin telur kannabismarkaðinn hér á landi sjálfbæran og virðist innflutningur á þessum efnum hafa lagst af. Framleiðslunni hefur fleygt svo fram að hún virðist uppfylla þarfir stækkandi markaðar, bæði hvað varðar magn og gæði efnisins, og segist greiningardeildin hafa fyrir hendi vísbendingar um að framleiðendur kunni að huga að útflutningi á framleiðslu sinni. Grunsemdir hafa verið fyrir hendi um nokkurt skeið en engar sannanir liggja fyrir um útflutning. Samkvæmt greiningardeildinni standa nokkrir aðilar að umtalsverðri kannabisræktun hér á landi. Eru þeir sagðir fá aðra til að sinna ræktuninni og hafa af henni verulegar tekjur.Ásgeir Karlsson úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra. Vísir/PjeturVerður að vera rökstuddur grunur Spurning sem eftir stendur við lestur á skýrslunni er sú hvers vegna þessir nokkrir aðilar komast upp með að standa fyrir umtalsverðri kannabisframleiðslu hér á landi ef lögreglan veit af þeim og minnist á þá í þessari skýrslu? Af hverju eru þeir ekki einfaldlega handteknir? Ásgeir Karlsson segir málið ekki svo einfalt. „Þú verður að gruna þá um tiltekið brot og þegar um kannabisframleiðslu er að ræða, vita hvar ræktunin er niðurkomin, þá ertu kominn með ákveðið brot til að rannsaka,“ svarar Ásgeir. „Við höfum þessa vitneskju bæði vegna þess að fyrri rannsóknir hafa sýnt að viðkomandi er alltaf að koma við sögu í svona málum og eins eru ábendingar sem koma utan frá um þetta og hitt. Það eitt og sér nægir ekki til að fara og handtaka fólk, það verður að liggja fyrir rökstuddur grunur um tiltekið brot. Þetta er skýringin á þessu af hverju þetta er orðað með þessum hætti. Það eru nokkrir aðilar sem vitað er um að séu að stunda þessa framleiðslu en þú verður að vita hvar nákvæmlega ræktunin fer fram og þess háttar til að fara og handtaka menn.“Leppar taka skellinn Í skýrslunni er tekið fram að sömu einstaklingarnir koma ítrekað við sögu í samstarfi mismunandi hópa. Oftast er um þrjá til fjóra menn að ræða sem koma að hverri ræktun og hefur hver sitt hlutverk, allt frá því að fjármagna þær yfir í að taka skellinn ef upp kemst.Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna.Vísir/ValliRæktunin fer fram í húsnæði af öllu tagi, meðal annars í fjölbýlishúsum þar sem íbúðir eru teknar á leigu undir ræktanir, einbýlishúsum, sumarbústöðum, iðnaðarhúsnæði, sveitabæjum, földum rýmum í fyrirtækjum og víðar. Er þróunin í þá átt að fjölga ræktunum en minnka umfang hverrar fyrir sig og minnka þannig áhættu þeirra sem í hlut eiga. Er það rakið til þess að viðurlög miðast við fjölda plantna í framleiðslu. Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna og því getur það reynst lögreglunni erfitt að rekja slóð fjármagnsins og tengja þessar ræktanir við þessa nokkra aðila sem greiningardeildin minnist á.Engin sérstök klókindi „Oft á tíðum getur það reynst erfitt því sönnunarbyrðin getur oft verið snúin, tala nú ekki um að það sé ákveðið fyrir fram að einn taki á sig skellinn. Þá auðveldar það ekki rannsóknina,“ segir Ásgeir sem segir engin sérstök klókindi á bak við þetta. „Oft á tíðum kemur ábending um að það fari mögulega fram ræktun á tilteknum stað. Síðan er það sannreynt þá eru náttúrlega þeir sem koma þar við sögu búnir að ákveða að taka á sig sökina. Þá er kannski ekki hægt að teygja sig lengra ef það eru ekki fastar sannanir í hendi að einhverjir aðrir eiga þetta.“
Tengdar fréttir Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55 Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00 Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55
Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00
Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42