Senegalski knattspyrnumaðurinn El Hadji Diouf sakaði í dag fyrrum félag sitt, Liverpool, og fyrrum fyrirliða þess, Steven Gerrard, um kynþáttarfordóma.
Kemur þetta einum degi eftir að í ljós kom að Gerrard sagði í nýjustu ævisögu sinni að honum hefði aldrei líkað við Diouf og sagt að hann hefði engan áhuga á fótbolta.
Diouf sakar Gerrard og félagið um að vera með kynþáttarfordóma gegn öllum þeim sem eru ekki breskir og af öðrum kynþætti en hvítir.
„Allir sáu hversu erfitt Mario Balotelli átti með Gerrard og ég varaði hann við. Liverpool er ekki félag sem tekur vel í þeldökka leikmenn ef þeir eru ekki breskir. Gerrard þolir ekki þeldökka leikmenn en ég var aldrei hræddur við hann og fyrir vikið þorði hann aldrei að horfa í augun á mér,“ sagði Diouf sem sagði þar að auki Gerrard vera öfundssjúkan út í sig.
Sakar Liverpool og Gerrard um kynþáttarfordóma
Kristinn Páll Teitsson skrifar
